Ég var rétt rúmlega tvítugur þegar Hvunndagshetjan kom út og fyrir ungan karlmann var það viss opinberun að lesa þessa bók þar sem maður fræddist um að það að búa í hjónabandi væri „hrein spígsporun á tvinna yfir Niagarafossana“. Og að flestir karlmenn hefðu þá hugmynd að „konan sé sístarfandi leyndardómur“. Það verður nú ekki sagt um þá karlmenn sem við sögu koma í bókinni – þeir eru hvorki sístarfandi né sérlega leyndardómsfullir.
Hvunndagshetjan er saga um konu sem baslar ein með þrjú börn. Þetta er saga um konu sem „leitaði að öxl til að gráta á og herðum til að bera krossa og fann menn með hjarir við hálsinn sem fengu axlirnar til að smella niður eins og bilað vængjaborð ef einhverju var hlaðið á þær“. Svona skrifaði Auður: eins og sú sem valdið hafði. Hún notaði frumlegt myndmál og beitt til að afhjúpa viðhorf og hegðun þannig að …
Athugasemdir