Ný Þjóðarhöll í Laugardal á að vera tilbúið haustið 2026 og hún mun kosta allt að 15 milljarða króna. Íslenska ríkið mun greiða 8,25 milljarða króna og Reykjavíkurborg 6,75 milljarða króna í stofnframlag.
Þetta kemur fram í kynningu á framkvæmdinni sem Heimildin hefur undir höndum.
Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, sem verður borgarstjóri þangað til í næstu viku, skrifuðu undir samkomulag um stofnun félags um framkvæmdina í gær.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar hafa viðræður um kostnaðarskiptingu við uppbyggingu og rekstur Þjóðarhallar milli ríkis og Reykjavíkurborgar verið á lokametrunum frá því snemma síðasta haust, og til stóð að undirrita samkomulagið í október síðastliðnum. Það frestaðist en undirritunin var fyrirhuguð í sömu viku og Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra.
Undirritun samkomulagsins í gær gerðist tveimur dögum áður en íslenska handboltalandsliðið hefur leik á EM …
Líklegt að framlag Reykjavíkur verði í öðru en peningum ef
ég þekki þá rétt.
Það er ekki að sjá að félögin sem koma til með að nýta húsið
leggi neitt fram. Þau hafa komist upp með að eyða öllu sínu
sjálfsaflafé í ferða-og mótakostnað. Börn eru látin greiða
himinhá æfingagjöld sem fara að mestu í rekstur efstu deild-
anna.