Lögbrot Svandísar ýta af stað pólitískri refskák innan ríkisstjórnarinnar
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Lögbrot Svandísar ýta af stað pólitískri refskák innan ríkisstjórnarinnar

Mat­væla­ráð­herra ætl­ar ekki að segja af sér þrátt fyr­ir að hafa orð­ið upp­vís af því að brjóta gegn lög­um. Þrýst­ing­ur er á að hún axli ábyrgð á sama ný­stár­lega hátt og Bjarni Bene­dikts­son gerði, með því að skipta um ráð­herra­stól. Ger­ist það muni þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks geta rétt­lætt að verja hana gegn van­traust­stil­lögu, sem senni­legt er að stjórn­ar­and­stað­an muni leggja fram. Hliðaráhrif yrðu þau að frum­varp henn­ar um breyt­ing­ar á fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­inu gæti dag­að uppi.

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is birti í gær álit sitt þar sem fram kemur að Svandís Svavarsdóttir mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Með öðrum orðum: hún fór ekki eftir lögum þegar hún tók umrædda ákvörðun. Svandís sagði í samtali við Heimildina að hún tæki niðurstöðu umboðsmanns alvarlega. Í kjölfar hennar ætli hún að beita sér fyrir því að breyta lögunum sem hún braut gegn. „Mér finnst þessar ábendingar umboðsmanns alveg undirstrika það að þetta er ekki nútímaleg löggjöf, frá 1949. Það þarf að uppfæra hana og hún þarf að kallast á við samfélagið og þessar auknu áherslu alls staðar á dýravelferð.“

Aðspurð ætlar Svandís ekki að segja af sér ráðherraembætti þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi komist að umræddri niðurstöðu.

Í Morgunblaðið í dag boðar Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri …

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Heiðar Þorleifsson skrifaði
    Fjórflokkurinn hatar lögleysingja eftir aðstæðum.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Stend með Svandísi í þessu máli.
    4
  • Axel Axelsson skrifaði
    þarf sússa glæpó ekki að borga skaðabæturnar sjálf ? . .
    -5
    • J
      Jón skrifaði
      Ert þú að senda þessa micro-dróna inn til mín sem líkjast húsflugum?
      0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    SKAMMASTU ÞÍN Svandís og segðu af þér undireins! Við þurfum að breyta lögunum, ekki brjóta þau 😈 Hélt að þið Katrín væruð yfir meðalgreind. Í hugum flestra eruð þið valda og athyglissjúkar manneskjur. Frekjur er ágætt hugtak.
    Ég er alfarið á móti hvalveiðum.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár