Dagur B. Eggertsson segir að erfiðasta mál sem hann hafi þurft að takast á við sem borgarstjóri tengist því þegar verið var að byrja með ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík og bílstjóri gleymdi barni í bílnum. „Sem betur fer fór það vel en ég man ekki eftir að hafa liðið jafnilla yfir nokkru einstöku tilviki eins og því að geta ekki treyst því að koma börnum til skila með ferðaþjónustu. Ég hafði vonda tilfinningu lengi á eftir einhvern veginn af því að auðvitað er verið að veita þessa þjónustu á hverjum einasta degi úti um allt. Það var verulega erfitt mál og erfið tilfinning.“
Umrætt atvik átti sér stað haustið 2019. Þá gleymdist sex ára drengur með einhverfu í rúmlega þrjá klukkutíma í rútu sem notuð var til að aka nemendum Klettaskóla milli skóla og frístundar. Drengurinn fannst …
Sjá meira

Athugasemdir (1)