Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ljúft að losna við umferðarpirringinn

„Ég held að all­ir sem hafi stund­að þetta skilji þetta,“ seg­ir einn við­mæl­andi Heim­ild­ar­inn­ar sem finn­ur á eig­in skinni hvað það ger­ir henni gott að hjóla til og frá vinnu, í stað þess að fara á bíln­um. Rann­sókn­ir benda til þess að það geti ver­ið betra fyr­ir and­lega líð­an fólks að hjóla í vinn­una og ýms­ir sem hjóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu virð­ast upp­lifa að svo sé. Þó að veðr­ið sé stund­um skítt er flest betra en að sitja fast­ur í um­ferð.

Ljúft að losna við umferðarpirringinn
Hjólreiðar Þeim fjölgar sem fara hjólandi flestra ferða sinna, ekki síst með tilkomu rafhjóla. Vísbendingar eru um að það geti bætt líkamlega og andlega heilsu og viðmælendur Heimildarinnar segjast finna það á eigin skinni. Mynd: Golli

Fjölmargar rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda hafa í gegnum árin staðfest tengsl reglulegrar hreyfingar við líkamlega heilsu. Rannsakendur hafa einnig reynt að átta sig á tengslum hreyfingar við andlega heilsu og oftast komist að þeirri niðurstöðu að hreyfing, ekki síst úti í náttúrunni, geri sálartetrinu gott.

Í tengslum við andlega heilsu og vellíðan hafa rannsakendur einnig skoðað sértækt hvort ferðamátinn sem fólk velur sér til og frá vinnu eða skóla hafi áhrif á líðan þess. Ýmsar rannsóknir sem hafa komið fram á undanförnum árum virðast benda til þess að akstur til og frá vinnu, hvað þá dvöl í umferðarteppum, dragi úr vellíðan og valdi stressi, á meðan að virkir ferðamátar eins og hjólreiðar eða ganga geti stuðlað að bættri líðan.

Rannsókn sem framkvæmd var í Bretlandi fyrir tæpum áratug síðan sýndi að fólk sem hjólaði eða gekk í vinnuna, og fólk sem notaði almenningssamgöngur raunar líka, upplifði meiri vellíðan en þeir …

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár