Mörg þessara barna eru búin að vera á vergangi, sofa á stofugólfum og allt þetta,“ segir Fríða Egilsdóttir, leikskólastjóri Lautar í Grindavík. Leikskólinn var opnaður aftur utan Grindavíkur eftir að bærinn var rýmdur í byrjun nóvembermánaðar vegna jarðhræringa. Það var svo á mánudagskvöld sem gos fór af stað í grennd við bæinn en því lauk í gær. Grindvíkingar hafa ekki enn fengið að snúa heim, þó að þau hafi fengið að líta inn á heimili sín við og við. Það höfðu Lautarsystur, konurnar sem starfa á Laut, gert skömmu áður en gos hófst og náð sér í jólapeysur sem þær klæddust þegar ljósmyndari Heimildarinnar leit við.
Mörg barnanna sem voru á Laut hafa fengið inni í öðrum leikskólum, skólum sem eru í grennd við þau heimili sem þau dvelja á nú. Nemendur Lautar voru alls 78 en nú mæta allt að 18 barnanna í þessa tímabundnu aðstöðu Lautar á Bakkakoti …
Athugasemdir (1)