Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það sést hve hrædd ég var stundum“

Fimmtán ár­um eft­ir að ís­lensk-venesú­elski rit­höf­und­ur­inn Helen Cova yf­ir­gaf land­ið sem hún ólst upp í sneri hún aft­ur. Hún hafði ekki séð föð­ur sinn síð­an hún fór og hún vissi að ástand­ið í Venesúela hefði versn­að til muna síð­an hún var þar síð­ast. Hún var hrædd við það sem myndi mæta henni en svo reynd­ist sá ótti ástæðu­laus.

Úr ferðalagi Helenar Cova til Venesúela í ár spratt ljóðabókin Ljóð fyrir klofið hjarta, bók sem fæst við upplifun innflytjandans og baráttuna við tungumálið. Því Helen talar nánast óaðfinnanlega íslensku, og yrkir líka á þessu tungumáli sem var henni framandi fyrir ekki svo löngu.

En íslensku orðin flæða ekki fram eins og foss, Helen byrjar stundum að skrifa á spænsku eða óreiðukenndri íslensku og lagfærir svo textana, gjarnan með aðstoð eiginmannsins, Sigurðar Grétars Jökulssonar. Hún leyfir lesandanum að fylgjast með ferlinu með því að birta bæði ljóðin á vinnslustigi og svo þegar þau hafa verið fínpússuð. 

„Í byrjun ætlaði ég bara að hafa textann leiðréttan á íslensku en svo fór ég að hugsa: „Af hverju þarf ég að fela mig, af hverju get ég ekki sýnt líka hvernig þetta birtist?“ Kannski gæti þetta verið fallegt eða áhugavert fyrir einhvern,“ segir Helen. „Hjarta og tilfinningar búa líka í tungumálinu sem …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár