Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur hefur átt heldur óvenjulegt lífshlaup, enda alin upp af konu sem ýmist var uppfull af fjöri eða lá í rúminu. Sveiflurnar sem einkenndu heimilislífið voru í raun geðhvarfasýki, en sem barn hafði hún engan skilning á veikindum móður sinnar.
Síðar átti hún eftir að taka saman við mann og fór fljótlega að gruna að allt væri ekki með felldu, þótt hann afneitaði því sjálfur og tókst á við hnefanum þar til hann missti allt frá sér. Sonur þeirra greindist síðan með sama sjúkdóm og faðir hans og amma. Sigríður rekur hér sögu þeirra, en hún á sér engan draum heitari en að útrýma skömminni, sem hefur verið helsta hindrunin þegar kemur að því að leita sér hjálpar, fá lyf og lifa góðu lífi.
Móðirin
„Ég fæddist rétt utan við Húsavík í litlu húsi sem hét Skógargerði, sem er löngu búið að rífa en það endaði sem bréfdúfnakofi …
Athugasemdir (2)