Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
Ólík staða Flokkar Lilju D. Alfreðsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur mælast með fylgi um þessar mundir sem myndi skila þeim verstu niðurstöðu í kosningum í sögu flokkanna tveggja. Kristrún Frostadóttir mælist hins vegar með fylgi sem er með því best sem Samfylkingin hefur nokkru sinni mælst með. Mynd: Golli
Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.

Í kosningunum í september 2021 fékk stærsti hægri flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, 24,4 prósent atkvæða en Miðflokkurinn, hægriflokkur sem leggur áherslu á þjóðlega íhaldssemi, oft með einföldum lausnum, rétt náði inn á þing með 5,5 prósent atkvæða. Það skilaði Miðflokknum þremur þingmönnum en einn þeirra, Birgir Þórarinsson, skipti yfir í Sjálfstæðisflokkinn nokkrum dögum eftir kosningarnar. 

Annar eftirstandandi þingmanna Miðflokksins er Bergþór Ólason, sem var í Sjálfstæðisflokknum alla sína pólitísku ævi áður en hann ákvað framboð fyrir Miðflokkinn. Bergþór sat meðal annars sem stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS) á árunum 1999 til 2006 og var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins, á árunum 2003 til 2006. Auk þess var sambýliskona Bergþórs, Laufey Rún Ketilsdóttir, eitt sinn formaður SUS, aðstoðarmaður Sigríðar Andersen á meðan hún sat sem dómsmálaráðherra og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokks frá árinu 2019 og fram í september í fyrra. Hún starfar nú hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. 

Það …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
62
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár