Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingarfræðum við Háskóla Íslands, segir lítið hafa farið fyrir þýðingum á bókmenntum frá Mið-Austurlöndum á Íslandi. Almennt sé lítið þýtt af ljóðum yfir á íslensku.
„Það er svo sem ekki mikill markaður fyrir ljóð yfirleitt. Oft hefur verið spáð dauða ljóðsins en það gerist hvað eftir annað að ungt fólk byrjar að skrifa ljóð og kemur þeim út og það hefur skilað sér í því að það er enn mikill áhugi á ljóðum og það selst meira að segja eitthvað af þeim,“ segir hann og bætir við:
„Þýdd ljóðlist á undir högg að sækja.“ Hefðbundin ljóðlist sé meira þýdd en módernísk ljóðlist að sögn Gauta, óbundin og módernísk ljóð séu yfirhöfuð lítið þýdd. Búið sé að þýða mikið af Shakespeare til að mynda, sem tilheyrir hefðbundnu ljóðlistinni, og það af mörgum, og árið 2017 kom út Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante í þýðingu Erlings E. Halldórssonar …
Athugasemdir