Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Skýjuð sköp

Sam­band Elías­ar við ís­lensk­una er ein­stakt, enda er eins og hann sé frjáls und­an þeim ósögðu hefð­um sem lymsku­lega þjaka flesta þá sem yrkja á eig­in móð­ur­máli.

Skýjuð sköp
Bók

Áð­ur en ég breyt­ist

Höfundur Elías Knörr
Forlagið
94 blaðsíður
Niðurstaða:

Áður en ég breytist er sýnidæmi fyrir einstakan stíl Elíasar Knarrar og hans afar frumlegu efnistök. Bókin virðist fjalla um togstreituna milli listarinnar og heimsins og er í sjálfu sér mögnuð afurð þeirrar togstreitu.

Gefðu umsögn

Það fyrsta sem grípur lesanda nýjustu ljóðabókar Elíasar Knarrar er kápumyndin: Píka úr skýjum. Myndin er lýsandi, en í bókinni finnast einmitt ljóð sem virðast blanda saman hinu himneska og hinu holdlega. Þótt lesandinn þurfi að hafa fyrir því að viðhalda samhenginu, þá virðist bókin hafa ljóðmælanda, Evgeníu að nafni, samkvæmt saurblaði bókarinnar.

Evgenía virðist vera skáldagyðja eða músa sem vaknar til himnesks lífs sköpunarkraftsins: „Ljósblá og skýjuð sköp / sváfu á himninum“. Hún vaknar „í leit að dómsdeginum … þar sem uppheimar myndu opnast / líkt og geispandi blómarós“. Sköpunin mun kalla fram „þyrniblóm“ sem „rumska / í hjarta / kirkjugarðsins“.

Blómin eru ljóðin sem í bókinni finnast (nema mér skjátlist hrapallega) og spyr ljóðmælandinn: „Ætli blóm / tungumálsins / dreymi? … ætli orð dreymi / um að vera það / sem þau voru / áður en þau / urðu til?“ Elías ætlar sér sem sagt stóra hluti í þessari bók, allt frá himneskri sköpun til ragnaraka með blóm listarinnar á milli. 

„Það er eins og einhver galdur felist í því að hafa örlitla fjarlægð frá tungumálinu sem ort er á og skilar það sér í hinum sérstaka og eftirminnilega stíl Elíasar.“

Íslenskt ljóðaáhugafólk ætti að þekkja Elías vel, en þetta galisísk/íslenska skáld vekur athygli á öllum upplestrum sem hann kemur fram á. Hann blandar saman hinsegin gjörningalist og miðaldasöng á fjölda tungumála og fer það alls ekki á milli mála hvers konar tungumálaséní Elías er. Samband Elíasar við íslenskuna er einstakt, enda er eins og hann sé frjáls undan þeim ósögðu hefðum sem lymskulega þjaka flesta þá sem yrkja á eigin móðurmáli. Elías skapar nýyrði og nýstárlegar samsetningar hægri vinstri, flest þeirra stórkostleg (nokkur dæmi úr bókinni: eindæma, drulluhærður, hamskeri, laufleysi, morgunhæna, örlöglaus, glyrnulegur, bensíngrár). Það er eins og einhver galdur felist í því að hafa örlitla fjarlægð frá tungumálinu sem ort er á og skilar það sér í hinum sérstaka og eftirminnilega stíl Elíasar. Það er einfaldlega þannig að fæstir aðrir íslenskir höfundar myndu láta sér detta í hug að óska eftir „gamaldags síma / til að hengja mig“.

Í bókinni virðast bítast á sköpunarkrafturinn og heimurinn í kring sem svo auðveldlega kæfir sköpunina í fæðingu. Tíufréttirnar bresta á og það er eins og andinn sökkvi niður í kalda gröf; stundum ímyndar skáldið sér „krafsið í kistunni“. „Höfundurinn hrasaði / ofan í bræðsluofninn / meðan tungumálið brann / til svartra kola“, segir í einu ljóði, en „glæðurnar eru fastheldnar / á gamlar venjur // aftur kviknar í draumnum / og í brjóstinu er fortíðin / logandi / bókabál“. Eins og segir annars staðar þurfa menntagyðjur að vera styttur „úr bronsi // viðkvæmt dýrðareðli þeirra / þarf á sterkum stoðgrindum að halda // músur eru / mýksta / áttfætlan“. Að viðhalda tengslunum við menntagyðjuna skiptir ekki aðeins máli fyrir ljóðmælandann persónulega heldur hefur víðari skírskotun. Baráttan milli listarinnar og heimsins er pólitískt- og tilvistarspursmál. Eins og segir á bakhlið bókarinnar, þá er líf músunnar samtvinnað lífi jaðarhópa sem „er ekki leyft að lifa heldur aðeins að láta sig dreyma“. Þannig öðlast lokalínur bókarinnar sína miklu vigt: „Ætli íslenska / tungu dreymi / einhvern / sannleika?“ Ef hún gerir það einhvers staðar, þá er það hjá Elíasi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár