Bláa lónið hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, fyrir að upplýsa ekki gesti sína um jarðhræringar í Svartsengi og einnig fyrir að halda starfsemi sinni til streitu í yfirstandandi óvissuástandi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær að það væri hreinlega „óábyrgt“ að starfsemi lónsins sé enn í fullum gangi.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, segir við Heimildina að þessi ummæli Úlfars séu ekki í takti við annað sem heyrst hafi úr almannavarnakerfinu. „Maður áttar sig ekki á því hvort hann sé að tala þarna sem embættismaður eða bara sem persóna, en maður gerir auðvitað ráð fyrir því, hann er þarna í viðtali sem lögreglustjóri, að hann sé að tala fyrir hönd embættisins. Það er aldrei gott þegar það er misræmi í skilaboðum. Það er óvissustig og því hefur ekkert verið breytt og það er ekki verið …
Heill þér lögreglustjóri Suðurnesja – þú ert maður meið meirum (konur eru og menn)!