„Það var svo merkilegt að það stóð upp maður á miðjum aldri og sagði að honum hafi fundist Ísland vera að taka á móti of mörgum flóttamönnum og að hann hafi verið á móti þeim og þeir ættu bara að vera heima hjá sér. Svo hafi hann lesið bókina og hann sagðist horfa á þetta allt öðruvísi. Takk fyrir að opna augu mín, sagði hann.“
Þetta segir María Rán Guðjónsdóttir, bókaútgefandi og þýðandi hjá forlaginu Angústúru. Hún gaf út bókina sem hún talar um þarna, Vanþakkláta flóttamanninn eftir íranskan rithöfund, Dinu Nayeri. Uppákoman sem hún vísar í þarna var á Bókmenntahátíð í Reykjavík nú í vor og var íranski höfundur bókarinnar meðal gesta. „Hann viðurkenndi þetta bara fyrir hópnum: Að hafa verið fordómafullur. Ég hugsaði bara að það er nákvæmlega þetta sem ég vil að gerist. Þarna hafði eitthvað tekist hjá okkur.“
Lyklar að nýjum heimum
Síðastliðin sex ár hefur …
Athugasemdir