Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Markmiðinu náð þegar sögurnar opna augu fólks

María Rán Guð­jóns­dótt­ir, þýð­andi og út­gef­andi hjá bóka­for­laginu Ang­ú­stúru, stofn­aði það fyr­ir sjö ár­um. Eitt af sér­kenn­um for­lags­ins er mik­il áhersla á þýdd­ar bæk­ur frá öll­um heims­horn­um. Í við­tali við Heim­ild­ina ræð­ir hún um mik­il­vægi þýð­inga og að þær geti opn­að augu fólks og dreg­ið úr for­dóm­um.

Markmiðinu náð þegar sögurnar opna augu fólks
Þýðingar frá fjarlægum löndum María Rán Guðjónsdóttir, útgefandi hjá Angústúru, segist alltaf hafa verið hrifin af þýddum bókum, sérstaklega frá fjarlægari löndum, af því þær geta opnað nýja heima fyrir lesandanum. Hún sést hér með bækur úr seríu Angústúru sem komið hafa út frá árinu 2016. Mynd: Hörður Sveinsson

„Það var svo merkilegt að það stóð upp maður á miðjum aldri og sagði að honum hafi fundist Ísland vera að taka á móti of mörgum flóttamönnum og að hann hafi verið á móti þeim og þeir ættu bara að vera heima hjá sér. Svo hafi hann lesið bókina og hann sagðist horfa á þetta allt öðruvísi. Takk fyrir að opna augu mín, sagði hann.“

Þetta segir María Rán Guðjónsdóttir, bókaútgefandi og þýðandi hjá forlaginu Angústúru. Hún gaf út bókina sem hún talar um þarna, Vanþakkláta flóttamanninn eftir íranskan rithöfund, Dinu Nayeri. Uppákoman sem hún vísar í þarna var á Bókmenntahátíð í Reykjavík nú í vor og var íranski höfundur bókarinnar meðal gesta. „Hann viðurkenndi þetta bara fyrir hópnum: Að hafa verið fordómafullur. Ég hugsaði bara að það er nákvæmlega þetta sem ég vil að gerist. Þarna hafði eitthvað tekist hjá okkur.“ 

Lyklar að nýjum heimum

Síðastliðin sex ár hefur …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár