Það er kjördagur á Spáni. Greinarhöfundur er ekki á kjörskrá en til að sýna lit, sem almennilegur þegn, aðstoðar hann ólífubónda á tíræðisaldri að komast á kjörstað. Úti á hlaði hjá gamla manninum heyrist dóttir hans spyrja: „Og hvað ætla þú svo að kjósa?“ „Vox,“ svarar hann en það er hægri öfgaflokkur hér á Spáni. „Vox? Og þú sem hefur alltaf kosið Sósíalistaflokkinn,“ segir hún. „Já, en þeir eru með linkind við sjálfstæðissinnana í Katalóníu en Vox mun taka á þeim með harðri hendi.“
Árlega gerir hagstofa þeirra Spánverja (CIS) könnun á því hvað helst heldur vöku fyrir landanum. Efnahagsástand þjóðarinnar var á toppi þess lista á síðasta ári en sjálfstæðisbrölt Katalana var í 38. sæti. Því vaknar sú spurning, hvað veldur því að ólífubóndi í Andalúsíu ákveður að kjósa flokk einungis vegna þess að hann muni taka hart á sjálfstæðissinnum, nærri þúsund …
Jah, af því að hann er svo sætur, -- svaraði hún.
Því miður er traustið á ríkjandi "elítunni" (hjá sumum nú þegar gildishlaðið hugtak) almennt lágt, hjá sumum kjósendum það lágt að þeir hlaupa frekar á eftir einhverjum loddurum sem lofa gull og græna skógi (sbr. Brexit). Eða notfæra sér þjóðhyggju eins og Vox á Spáni eða MAGA í vestri.