Í desember í fyrra bætti Bjarni Benediktsson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, framlagningu um endurskoðaðar og einfaldar reglur um reiknað endurgjald inn á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið átti að efna loforð sem sett var fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að komið yrði í veg fyrir „óeðlilega og óheilbrigða hvata til stofnunar einkahlutafélaga“.
Þeir óeðlilegu hvatar fela í sér að þeir sem eiga eignarhaldsfélög utan um einhvers konar rekstur geta reiknað sér afar lág laun fyrir þá vinnu sem felst í rekstrinum. Þess í stað telja þeir fram meginþorra tekna sem fjármagnstekjur. Þetta getur sparað þeim umtalsverðar skattgreiðslur, enda er hæsta skattþrepið í almennum tekjuskatti 46,25 prósent en samanlagður skattur á hagnað og arðgreiðslur er talsvert lægri, eða 37,6 prósent. Auk þess er ekki greitt útsvar til sveitarfélaga vegna fjármagnstekna þrátt fyrir að þeir sem eru með fjármagnstekjur nýti sannarlega þá þjónustu sem útsvarið greiði fyrir.
Heimildin nefndi dæmi um þessa stöðu í …
Hvaða tilgang á VG í íslenska pólitík ?