Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

248 íslensk fyrirtæki hafa þegar yfirgefið íslensku krónuna

Stór fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, hug­bún­að­ar­gerð og ferða­þjón­ustu gera ekki upp í ís­lensk­um krón­um held­ur öðr­um gjald­miðl­um. Við það geta þau feng­ið fjár­mögn­un hjá er­lend­um bönk­um á mun skap­legri kjör­um en bjóð­ast hér inn­an­lands og verða að mestu ónæm fyr­ir ís­lensk­um stýri­vaxta­hækk­un­um. Þær hækk­an­ir bíta hins veg­ar fast á minni fyr­ir­tækj­um, heim­il­um og hinu op­in­bera.

248 íslensk fyrirtæki hafa þegar yfirgefið íslensku krónuna
Mestur áhugi á evru Rúmlega helmingur þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að gera upp í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni velja að gera upp í evru. Mynd: Heimildin / JIS / Shutterstock

 Alls hafa 248 íslensk félög fengið heimild frá ársreikningaskrá ríkisskattstjóra til að færa bókhald og semja ársreikning í erlendri mynt. Flest þeirra, 68 talsins, eru eignarhaldsfélög, og 39 eru annaðhvort í útgerð, frystingu, söltun eða annarri vinnslu á fiski, umboðssölu á fiski og öðrum fiskafurðum eða fiskeldi. Þá eru 13 félaganna í hugbúnaðargerð samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands.

Þetta kemur fram í svari Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, um heimild til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli.

Þessi fyrirtæki líta því svo á að það sé ekki hagkvæmt fyrir þeirra rekstur að notast við íslensku krónuna sem uppgjörsmynt. Þannig losa umrædd fyr­ir­tæki sig við þá áhættu sem fylgir sveiflum íslensku krón­unn­ar. Þau taka ein­fald­lega ekki þátt í henni á tekju­hlið­inni. Slíkt getur leitt til þess að fyrirtækjunum bjóðist fjármögnun hjá bönkum erlendis, þar sem í boði eru kjör sem eru mun …

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Stilla þessum peningamönnum upp við vegg og skj...
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þessi Grein er A masterpice skrifuð af Goðum Blaðamani Orð i Tima töluð
    Okkar Krona er Draps Klifjar a folkið i Landinu, hun þarf að kverfa og EVRAN að koma inn það skeður ekki nema Nuverandi Rikistjorn Hætti og kosið. Þaværi tilvalið að Kjosa um aðild að EU
    Þjoðin þarf það og Meirihluti kjosanda með að Islandi verði aðili að EU.
    Oll munum við þegar Island var komið með anan fotin inn i EU. Þa komu SKEMDARVARGAR og LANDRAÐAMENN og kölluðu Aðildarumsokn okkar til baka og Töfdu aðild okkar að EU um 10 ar
    ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------
    Gunnar Bragi til­kynnti Evr­ópu­sam­band­inu bréfleiðis að Íslandi væri ekki lengur umsókn­ar­ríki að sam­band­inu síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Málið fór ekki fyrir Alþingi áður en bréfið var sent.

    Þings­á­lyktun um slit
    Í októ­ber 2010 var lögð fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að draga aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Flutn­ings­menn hennar voru meðal ann­ars Vig­dís Hauks­dóttir Fram­sókn­ar­flokki, Ásmundur Einar Daða­son Fram­sókn­ar­flokki, Birgitta Jóns­dóttir sem þá sat á þingi fyrir Hreyf­ing­una og Pétur H. Blön­dal Sjálf­stæð­is­flokki. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni sagði meðal ann­ars: „„Fyrir Alþingi hefur verið lögð þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að draga umsókn­ina um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Alþingi eitt hefur vald til að draga umsókn­ina til baka, en minnt er á að sami þing­meiri­hluti situr nú og við sam­þykkt umsókn­ar­inn­ar.
    JA svona voru LANDRAÐIN Framsokn Buin að fara HRINGIN, var með Aðild i tið Haldors Asgrimssonar.
    Gunnar Bragi var LEPPUR Kaupfelags Skagfirðinga.
    Strax tok fyrir alla STIRKI EU sem komu inn er við vorum Umsoknaraðilar. KVERNIG FOR FYRIR JYMMY HOFFA i Amriku-----
    James Riddle Hoffa (born February 14, 1913 – disappeared July 30, 1975; declared presumed dead July 30, 1982) was an American labor union leader who served as the president of the International Brotherhood of Teamsters (IBT) from 1957 until 1971. From an early age, Hoffa was a union activist
    0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Uppgjörsmynt þarf alls ekki að vera sú sama og tekjumynt. Fyrirtæki getur haft allar sínar tekjur í krónum en gert upp í evrum. Það eina sem þarf þá að gera er að umreikna upphæðirnar í krónum yfir í upphæðir í evrum miðað við gengi á uppgjörsdegi.

    Ég gæti umreiknað heimilisbókhaldið mitt úr krónum yfir í evrur, prentað það út, rammað það inn og hengt upp á vegg, en það myndi engu breyta um raunverulega afkomu mína.
    -2
    • PG
      Palli Garðarsson skrifaði
      Ef þú gætir fjármagnað heimilið þitt í erlendum bönkum út á þetta plagg sem þú hengdir upp á vegg gæti það breytt miklu fyrir þína afkomu.
      2
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      "Ef þú gætir fjármagnað heimilið þitt í erlendum bönkum út á þetta plagg sem þú hengdir upp á vegg gæti það breytt miklu fyrir þína afkomu."

      Hvernig fór fyrir heimilum og fyrirtækjum sem voru með fjármögnun sína tengda við gengi erlendra gjaldmiðla í kjölfar hrunsins 2008? Hjálpaði bókhaldið þeim eitthvað?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár