Þegar ég kom inn í myrkan salinn þar sem The Visitors var til sýnis var verkinu að ljúka. Búið var að slökkva á tveim skjáum og ég fylgdist hissa með því þegar tæknimaðurinn gekk inn í herbergin sem eftir voru og slökkti á myndavélinni – uns allir skjáir voru svartir og myrkrið inni algert. Þá áttaði ég mig á því að ég hafði aldrei séð þetta verk til enda og þó hafði ég séð það fjórum sinnum áður í tveim þjóðlöndum! Alltaf hætt að horfa þegar hópurinn var horfinn niður brekkuna. Ég mun ekki missa af þessum endi aftur.
En þarna stóð ég í myrkrinu uns það kviknaði aftur á skjáunum hverjum á fætur öðrum og allt byrjaði upp á nýtt.
Ég hef sennilega séð flestar sýningar Ragnars á heimavelli, stórar og smáar, og auk þess elti ég hann til London þegar hann sýndi í Barbican Center 2017. Það var …
Athugasemdir