„Ég væri örugglega ekki enn þá í pólitík ef ég væri ekki fyrir löngu búin að taka þá afstöðu að ég horfi bara á árangurinn. Þetta snýst ekki um hvernig mér líður,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, þegar Heimildin settist niður með henni á dögunum til að fara yfir hið pólitíska svið, átakamálin í ríkisstjórninni, komandi þingvetur, áherslur hennar og Vinstri grænna, en hún hefur undanfarin ár oft verið sökuð um að gefa vænan afslátt af hugsjónum hreyfingarinnar í samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.
Stefið í stefnu VG hefur frá upphafi snúist um mannúð. Þau sem hafa gagnrýnt Katrínu hvað harðast síðustu ár segja hreyfinguna hafa farið út af sporinu á hennar vakt, mildin sé hverfandi, lagið sé falskt. Og að Vinstri græn hafi ítrekað beygt sig undir vilja Sjálfstæðisflokksins.
Stuðningsfólk Vinstri grænna og ríkisstjórnarinnar segir að með samstarfi ólíkra flokka hafi verið hönnuð brú milli …
26. ágúst 2023 14:03
Mestu mistök lífs míns er að hafa einu sinni kosið VG. Katrín, þú hljómar fallega en bara á yfirborðinu. Við gerum okkur mörg grein fyrir að þú hefur selt sál þína og heiður fyrir stólræfil. Þú ert ekki hótinu betri en forveri þinn Jóhanna Sig. Almúginn skiptir ykkur ekki neinu máli svo framarlega sem þið trónir á toppnum. Frelsi, jafnrétti og bræðralag ekki til í ykkar orðaforði. Maður skammast sín fyrir að vera Íslendingur í spillingunni sem þið fórnið fólki fyrir og elskið!