Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ellefu karlar, tvær konur og tveir sem heita Jón Sigurðsson á listanum yfir launahæstu forstjórana

For­stjóra­laun­in eru í flest­um til­fell­um betri hjá þeim fyr­ir­tækj­um sem ekki eru skráð á mark­að, og eru í eigu er­lendra að­ila. Alls voru 13 for­stjór­ar með meira en átta millj­ón­ir króna á mán­uði í laun á síð­asta ári. Það tók þann sem var með hæstu laun­in um ell­efu daga að vinna sér inn mið­gildi heild­ar­launa allra Ís­lend­inga á einu ári. Heim­ild­in birt­ir lista yf­ir launa­hæstu for­stjóra lands­ins.

Ellefu karlar, tvær konur og tveir sem heita Jón Sigurðsson á listanum yfir launahæstu forstjórana

Hjalti Baldursson, stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bókunar sem var um tíma framkvæmdastjóri Heimkaupa á síðasta ári, var með tæplega 25 milljónir króna í mánaðarlaun að meðaltali á síðasta ári. Fyrir vikið voru heildarlaun hans rúmlega 298 milljónir króna á árinu 2022. Það gerir hann að launahæsta forstjóra landsins samkvæmt úttekt Heimildarinnar á álagningarskrám Skattsins. Þær tölur sem eru tilteknar í þessari greiningu eru einungis launatekjur, ekki fjármagnstekjur.

Hjalti hefur verið fastagestur í efstu sætunum yfir tekjuhæstu landsmenn á undanförnum árum. Árið 2021 námu launatekjur hans 21,8 milljón krónum á mánuði að meðaltali og árið 2018, þegar bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor sem rekur stærsta ferðavef heims, keypti Bókun á 2,7 milljarða króna skilaði það Hjalta um 700 milljónum króna í fjármagnstekjur. Hjalti var stærsti hluthafinn með 45 prósenta hlut.

Það vekur athygli að af þeim tólf forstjórum sem voru með hæstu launin – yfir átta milljónum króna á mánuði – á síðasta …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Allt hlýtur þetta fólk að vera vel að þessum launum komið. En eitthvað hvíslar að manni að verðlag á Landinu góða hlýtur að spegla þessi ágætu laun. Sem dæmi eldsneytisverð, það eru víst ekki til á byggðu bóli jafn margar bensínstöðvar per haus og hér á Hjaranum. Svo má nefna Lágvöruverðsverslun með fyrir fram greiddum aðgangi ásamt öðrum verslunum í eigu olíufélaga. Mammon dafnar nú um stundir eins og púkinn á fjósbita um, þökk sé okkur hinna sem nægjumst með meðallaunin og þaðan af minna.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár