Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Við fengum ekki að velja hvar við fæddumst“

Að­gerða­sinn­arn­ir í Pus­sy Riot eru í sjálf­skip­aðri út­legð frá Rússlandi en þar bíð­ur þeirra fátt ann­að en fang­elsis­vist. Þær segja stöð­una í heima­land­inu hræði­lega og fari versn­andi. „Þetta er mitt heim­ili,“ seg­ir Maria Alyok­hina um Rúss­land, sem hún býst við að snúa aft­ur til einn dag­inn. Hóp­ur­inn ræð­ir aktív­is­mann, að­stæð­urn­ar heima fyr­ir sem og Pútín og stríð­ið í Úkraínu sem þær berj­ast gegn.

„Við fengum ekki að velja hvar við fæddumst“
Á Seyðisfirði Liðskonur Pussy Riot tróðu upp á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, LungA um miðjan júlímánuð í kjölfar langs Evróputúrs. Sýning þeirra sem ber heitið Riot Days var sett upp í þrígang í félagsheimilinu Herðubreið. Þær Alina, Masha, Olga og Diana töluðu vel um land og þjóð en þeirri síðastnefndu fannst heldur kalt og sumarnæturnar of bjartar. Mynd: Tara Tjörvadóttir

„Við getum farið til baka, en okkur yrði líklegast kastað beint í fangelsi,“ segir Diana Burkot, liðskona Pussy Riot, spurð að því hvort hópurinn sé alfarinn frá Rússlandi. Það er Diana sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í þéttsetnu húsinu á Seyðisfirði hvar sveitin dvelur ásamt aðstoðarfólki sínu í kringum LungA, listahátíðar ungs fólks á Austurlandi. Hingað eru þær komnar til að koma boðskap sínum á framfæri. Raunar hafa þær verið í sömu erindagjörðum á löngu flakki sínu síðustu vikurnar, flakki sem líkja mætti við tónleikaferðalag en þær hafa sýnt verk sitt, Riot Days, víða um Evrópu. Það gerðu þær líka hér á Seyðisfirði á listahátíðinni sem fór fram um miðjan júlí.

Á leiðinni úr anddyrinu á jarðhæðinni og inn eftir húsinu rekumst við á mann og annan. Þarna er umboðsmaður sveitarinnar, Alexander Cheparukin, ásamt fjölskyldu sinni og áður en við tyllum okkur í borðstofunni á annarri hæð erum …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár