Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þú getur ekki falið þig fyrir hundunum“

Guð­rún Katrín Jó­hanns­dótt­ir og labra­dortík­in henn­ar, Líf, hafa leit­að að bæði lif­andi og látnu fólki. Í tugi klukku­stunda mán­að­ar­lega í rúm­an ára­tug hafa þær æft sig í að leita, svo þær séu klár­ar þeg­ar kall­ið kem­ur.

Teymi Guðrún með tíkurnar sínar tvær, Líf til vinstri og Vök til hægri. Bráðum tekur Vök við af Líf.

Þau hittast á iðnaðarsvæðum, fela sig í ruslagámum og mæta í miðbæinn að kvöldi til með leitarhunda sér við hlið til þess að kynna þá fyrir flóru mannlífsins. Allt til þess að manneskjan og leitarhundurinn geti orðið sterkara teymi. Fólkið og hundarnir eru hluti af Björgunarhundasveit Íslands.

Þau verja mörg hver hundruðum klukkustunda í starfið á ári hverju. Stór hluti sumarfrísins fer í æfingar og útköll og sum þeirra taka sér jafnvel ólaunað leyfi úr vinnu til þess að leita að týndu fólki. Stundum verða þau fyrir tekjumissi af þessum sökum og í ofanálag eyða þau tugum, ef ekki hundruðum þúsunda í viðeigandi útbúnað árlega. En það er allt þess virði, segja þau.

Hundarnir sem fólkið þjálfar og vinnur með eru nauðsynlegir í leitir. Þeir komast yfir miklu stærra svæði en mannfólkið og eiga auðveldara með að leita í erfiðu landslagi eins og kargahrauni.

Þetta eru gjarnan hundar sem henta …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár