Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Rödd hvalsins – á Ísafirði

Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir tón­list­ar­gagn­rýn­andi lagði land und­ir fót og skellti sér á tón­list­ar­há­tíð­ina Við Djúp­ið. Hún rýn­ir hér í bæði há­tíð­ina og tón­list­ina.

Ísafjörður hefur lengi verið sannkallaður menningarbær. Tónlistarskóli Ísafjarðar var stofnaður árið 1948 og undir handleiðslu fyrsta skólastjórans, Ragnars H. Ragnar, óx hann og dafnaði og hefur síðan, í gegnum 75 ára sögu, getið af sér fjölmarga tónlistarmenn og -konur, sem auðgað hafa íslenskt tónlistarlíf. Skólastarfið er svo rótgróið að það er víst hending ef barn, sem elst upp á Ísafirði stundar ekki nám við skólann á einhverjum tímapunkti.

Aðstaðan er líka einstök og skólinn hefur verið einstaklega heppinn með að fá til liðs við sig marga frábæra kennara. Í skólanum er tónleikasalurinn Hamrar, sem skartar glæsilegum Steinway flygli í fullri stærð, sem telja má með eindæmum metnaðarfullt enda hefur sá flygill dregið til sín fjölda píanóleikara til tónleikahalds. Svo eru aðrir salir í bænum sem einnig hafa verið notaðir undir tónleikahald, m.a. nokkrir í hinu sögufræga Edinborgarhúsi, sem hýsir menningarmiðstöð bæjarins.

Rótgróin tónlistarhátíð enduvakin

Tónlistarhátíðin Við Djúpið var fyrst haldin …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár