Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fimm árum eftir að skýrsla um ESÍ átti að birtast er enn unnið að gerð hennar

Seðla­bank­inn ætl­aði að birta skýrslu um Eigna­safn Seðla­banka Ís­lands fyr­ir árs­lok 2018. Þar átti með­al ann­ars að taka sam­an end­an­legt tjón bank­ans af veð­lána­starf­semi sem hann lagði stund á fyr­ir banka­hrun. Skýrsl­an er enn óklár­uð og eng­ar upp­lýs­ing­ar fást um hvenær hún verð­ur birt.

Eftir bankahrunið sat Seðlabanki Íslands uppi með mikið magn eigna og krafna, sem hann hafði tekið sem veð fyrir útlánum í aðdraganda hrunsins. Þessum eignum og kröfum þurfti bankinn að koma í verð. Utan um það verkefni var stofnað sérstakt félag, Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ). Umfang þeirra eigna og krafna sem settar voru þangað inn var metið á um 490 milljarða króna. 

Um allskyns eignir var að ræða, verð­bréf, mörg hund­ruð fast­­eignir og ýmis­­­legt ann­að. Á starfs­­tíma sínum starf­­rækti ESÍ svo tvö dótt­­ur­­fé­lög, ann­­ars vega Sölv­hól sem hafði það hlut­verk að selja eign­irn­­ar, og hins vegar Hildu, sem ESÍ fékk í fangið árið 2011. ­Vegna eðlis starf­sem­innar hefur ESÍ oft verið nefnt „rusla­kista Seðla­bank­ans“.

ESÍ starfaði frá 2009 og til ársins 2017, þegar því var slitið. Mikil leyndarhjúpur hefur verið um starfsemina. Engar upplýsingar hafa fengist um nákvæmlega hvaða eignir voru settar inn í ESÍ, hvernig þær …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár