Fyrir utan tjöldin tvö á jöklinum kúra fjórir grænlenskir sleðahundar og ýlfra lágt út í bylinn sem rífur í feld þeirra og tjöldin í grimmdarhviðum. Inni í öðru tjaldinu, við skímuna af flöktandi lukt, hamast Jón Eyþórsson veðurfræðingur við að skrifa á umslög, sleikja frímerki og líma þau á bréfin áður en hann stimplar þau og bætir við vaxandi staflann. Alls eru bréfin 300 talsins. Þetta var pósthúsið á Vatnajökli og Jón var póstmeistarinn á jöklinum, í tvo mánuði vorið og fram á sumarið 1936.
Á stóru safnarasýningunni NORDIA 2023, sem haldin er í Ásgarði í Garðabæ dagana 2.-4. júní, má sjá fjölbreytt úrval sjaldgæfra sýningargripa úr öllum áttum. Þar á meðal sýnir Vestur-Íslendingurinn Michael Schumacher ákaflega skemmtilegt safn sem tengist sögulegum sænsk-íslenskum rannsóknarleiðangri á Vatnajökul á vordögum árið 1936.
Leysa jarðfræðilegar gátur Íslands
Jón Eyþórsson veðurfræðingur vann að jöklarannsóknum í Jötunheimi í Noregi áratug fyrr ásamt sænska jarð- og …
Athugasemdir