Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég hélt alltaf að þetta væri svo tímabundið“

Una Rún­ars­dótt­ir festi vext­ina á hús­næð­is­lán­inu sína fyr­ir tveim­ur ár­um síð­an og á því von á því að þeir losni vor­ið 2024. Fram til þessa, nýj­ustu frétta um stýri­vaxta­hækk­an­ir, upp­lifði hún vaxta­hækk­an­ir og verð­bólg­una sem tíma­bund­ið ástand og hélt því að væri bú­ið að leysa úr stöð­unni þeg­ar vext­irn­ir myndu losna. Nú er hún ekki svo viss um að svo verði raun­in og hræð­ist því að þurfa selja heim­il­ið næsta vor.

„Ég hélt alltaf að þetta væri svo tímabundið“
Ég veit ekki hvað við gerum Una Rúnarsdóttir veit ekki hvað hún mun taka til bragðs þegar vextir á húsnæðisláninu hennar losna næsta vor. Hún hefur áhyggjur af því að hún þurfi að selja heimilið sitt og minnka við sig. Mynd: Úr einkasafni

Í mars árið 2021 keypti Una Rúnarsdóttir sína fyrstu fasteign fyrir sig og nýju fjölskyldu sína. Hún fékk blandað lán og festi vextina strax. „Við höfðum efni á því að hækka þá aðeins með því að festa þá. Sem betur fer gátum við það,“ segir hún og bætir við að hún vildi að hún hefði fest þá til fimm ára. 

Fastir vextir til þriggja ára á láni með allt að 70% veðsetningu hjá Landsbankanum voru 4,40% í júlí sama ár og hún keypti en í apríl á þessu ári voru þeir orðnir 8,75%. Það er alveg óvíst hvernig þeir verða í mars á næsta ári þegar hennar vextir losna en Una kvíðir næsta vori. „Við þurfum mögulega að selja íbúðina og fara í eitthvað miklu minna og í annað hverfi en strákurinn minn er í leikskóla,“ segir hún og bætir við: 

„Lánin munu hækka um helming og við höfum ekki …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Það eru margir lífeyristakar sem standa í þessum sporum. Hvað verður um þau?
    -1
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það er jafnvel ekki nóg að vera hagfræðingur til að kunna á lántökur í íslenskum krónum. Fyrir þó nokkrum hækkunum boðaði seðlabankastjóri að nú hlyti hámarki stýrivaxta að vera náð og vextir gætu því farið að lækka aftur. Annað kom á daginn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár