Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi

„Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.

Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi

Umsækjandi er ekki flóttamaður og skal synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi með vísan til útlendingalaga. Einnig skal synja umsækjanda um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Þegar systkinin Abir og Tarek fengu þessa niðurstöðu Útlendingastofnunar nýverið var það „eins og að verða fyrir eldingu“. Að heyra að þau væru ekki flóttamenn að mati stofnunarinnar, eftir að hafa flúið bæði Sýrland og Venesúela, orðið fyrir ránum og horft upp á lífsviðurværi sitt að engu verða, var svo mikið reiðarslag að þau eru enn að jafna sig. „Ég held að fólk átti sig almennt ekki á því hvernig ástandið í þessum löndum er,“ segir Abir. „Að við höfum að engu að hverfa í Venesúela. Eigum þar enga framtíð. Að ástandið hefur ekki batnað þótt einhverjar skýrslur segi það.“

Flestir vita að það er stríð í Sýrlandi en ef til vill ekki hvað hefur tekið við eftir að sviðsljós fjölmiðla færðist annað. Að þar …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Það vantar fólk í vinnu á Íslandi. Hér er fólk sem er tilbúið að vinna og þarf enga ölmusu frá ríkinu. Hvers vegna ekki að leyfa því að vera?
    3
  • Thordis Malmquist skrifaði
    Vildi óska þess að þetta vealings fólk fengi skjól, en líklega eru margir í svipuðum sporum, hvar á að draga mörkin, við hvað er miðað?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár