Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óður til lífs og listar

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.

Óður til lífs og listar
Skýla Ragnar Kjartansson beitti kunnuglegri aðferð endurtekningar í óði lífs og listar sem um leið kjarnaði starfsemi Kling & Bang.
Myndlist

Kling & Bang gjörn­inga­veisla

Niðurstaða:

gjörningaveisla í tilefni afmælis Kling & Bang

Gefðu umsögn

Listamannarekna galleríið Kling & Bang fagnaði tuttugu ára starfsafmæli seint í síðasta mánuði. Galleríð hóf starfsami við Laugaveginn, en hefur verið staðsett í Marshall-húsinu síðustu ár. Tímamótunum var fagnað með gjörningaveislu sem hófst með opnunargjörningi Töru & Sillu. Þær svældu fram „drauga fortíðar“ og hleyptu áhorfendum inn á reykmettaðan fund með stofnendum gallerísins sem réðu ráðum sínum um nafn fyrirbærisins. Reykurinn var framkallaður með leikhúsréttum, sem var deilt til áhorfenda og átti þátt í að skapa andrúm fortíðar. Gjörningurinn vakti kátínu fyrir smellið handrit og skort á dramatískum tilburðum „leikenda“ og var viðeigandi upphaf á veislunni.

Búktal

Næst tók við vel sviðsettur og kjarnyrtur gjörningur Höllu Einarsdóttur, Borborygmus, sem hún flutti uppstríluð í anda Andreu Fraser. Titill gjörningsins er latneska heitið yfir garnagaul og vísar til orðsins ventriloquism eða búktal sem er dregið af orðinu kviðarhol (l. ventre).  Viðfangsefnið er saga og aðferða búktals og hvaða merkingu það hefur að tala fyrir aðra og í gegnum aðra. Við sögu komu sjálfsævisaga Olafar Krarer, sem varð þekkt fyrir að halda upplogna fyrirlestra um uppvaxta ár sín á Grænlandi, samtal Höllu við eigin maga og tengsl lygasagna við spuna og spunakonur. Samband búktals og spuna var undirstrikað með athöfn þar sem Halla þræddi prjónaða fána með útfelldum myndum upp á stangir sem hún stakk í fánastangir, þannig að gjörningurinn endaði sem innsetning.

Halla Einarsdóttir flutti gjörninginn Borborygmus, uppstríluð í anda Andreu Fraser.

Samkvæmisleikur og húrrahróp

Ásdís Sif Gunnarsdóttir tók næst við keflinu með samkvæmisleik sem krafðist þátttöku nokkurra meðlima Kling & Bang. Þeir voru paraðir saman til að teikna skuggamyndir hver af öðrum á vegg gallerísins en á meðan gekk Ásdís Sif á milli þeirra, hvatti þá áfram og lýsti „leiknum“ fyrir áhorfendum við undirleik „peppandi“ tónlistar. Gjörningurinn skapaði létt andrúmsloft og stemningu, sem Ingibjörg Sigurjónsdóttir greip á lofti til að fylla upp í eyðu sem skapaðist í dagskránni vegna fjarveru Johns Bock. Ingibjörg studdist við nýja útgáfu með yfirliti yfir sýningar Kling & Bang til að lesa upp nöfn allra sem sýnt höfðu í galleríinu og bað gesti um að hrópa húrra fyrir þeim. Þessi þátttökugjörningur kynti enn frekar undir veislustemningunni á föstudeginum, en kvöldinu lauk með tónlistargjörning Hugo Llanes og Ronju, þar sem kvað við öllu myrkari tón.

Áhrif sandsins

Seinni daginn hófst veislan með gjörningi Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, sem hélt áhorfendum lengst af föngnum í þrískiptum gjörningi sem hófst á því að hún hljóp í endalausa hringi um rýmið, meðfram og í kringum áhorfendur. Á meðan hummaði hún laglínu sem barst til baka með endurgjöf úr hátölurum og aðstoð frá nokkrum meðlimum Kling & Bang. Síður rauður kjóll, hummið, hreyfingin og starandi augnaráð Ástu minntu mig á gamlar skáldsögur um ungar konur sem höfðu verið lokaðar inni í kastalaturni, vændar um ástsýki eða eitthvað þaðan af verra. Hummið fjaraði að lokum út og Ásta Fanney tók við að strá sandi sem hún sótti í sandhrúgu á gólfinu í kringum áhorfendur, sem breyttust samstundis í styttur sem gátu sig hvergi hrært og sýndi hvaða upplifun einn hringur úr sandi getur framkallað. Þegar á leið braut Ásta Fanney gat á ósýnilegan múrinn milli sín og áhorfenda með því að ávarpa þá beint. Hún átti auðvelt með að hrífa gesti með sér og halda þeim í ákveðinni spennu. Gjörningurinn var hins vegar í lengra lagi og flosnaði upp undir lokin.

Máttur listarinnar

Það voru mun fleiri gestir seinni daginn sem fylgdu lögmáli veislu sem hefur staðið lengi yfir. Dagskráin varð losaralegri og fleiri en einn gjörningur í gangi í einu. Hlökk Þrastardóttir flutti þrískiptan gjörning um undirbúning gjörnings og tókst vel upp. Á meðan ráfaði Pétur Már Gunnarsson með lokuð augu um sýningarrýmið með risabor í hendi og kallaði fram óhug meðal gesta. Lucky 3 framkölluðu annars konar ónotatilfinningu með gjörningi sem setti áhorfendur í siðferðilega klemmu um hvort það væri viðeigandi að taka þátt. Þau höfðu stillt sér upp eins og fangar sem bíða aftöku, en aftakan fólst í að henda í þau grjónum. Þetta pólitíska útspil sló marga út af laginu, því hvað þýddi það að taka þátt og hvaða merkingu hafði það að sleppa því? Veislunni lauk með einföldum en hnitmiðuðum gjörningi Ragnars Kjartanssonar. Hann beitti kunnuglegri aðferð endurtekningar í óði til lífs og listar sem um leið kjarnaði starfsemi Kling & Bang og batt viðeigandi endi á vel heppnaða afmælisveislu.


Sýning: Tvítugsafmæli
Staður: Kling & Bang gallerí, Marshall-húsinu
19. og 20. maí
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár