Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heimshornaflakkari sest að á Sri Lanka

Fjar­læg lönd heill­uðu dreng­inn Björn Páls­son og í rúm­an ára­tug hef­ur hann ferð­ast um heim­inn og unn­ið þess á milli á veit­inga­stöð­um víða um heim til að hafa efni á ferða­lög­un­um. Hann stofn­aði svo ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæk­ið Crazy Puff­in Advent­ur­es sem býð­ur upp á ferða­lög til fram­andi staða og í dag býr Björn á Sri Lanka.

Heimshornaflakkari sest að á Sri Lanka
Björn á kameldýramarkaði fyrir utan Nouakchott í Máritaníu. Mynd: Úr einkasafni

Hann fæddist í Västerås Í Svíþjóð árið 1989 og þar bjó fjölskyldan þangað til hann var tveggja ára en þá var flutt heim til Íslands, nánar tiltekið til Akureyrar en faðir hans er þaðan. Hann bjó fyrir norðan þangað til hann flutti að heiman tvítugur og á æskuárunum æfði hann fótbolta með KA og svo var hann í tónlistarnámi; lærði á klarinett og síðan voru það trommur og gítar. Snjóbrettið heillaði þegar hann varð aðeins eldri og lengi var það hans aðaláhugamál.

„Elsti bróðir minn er 13 árum eldri en ég og þegar ég var fimm ára fór hann sem skiptinemi til Puerto Rico. Þá fékk ég fyrst smjörþefinn af „exotic-ferðalögum“ með því að heyra sögur og sjá myndir frá því ævintýri. Systir mín fór svo sem skiptinemi til Ítalíu þegar ég var átta ára. Að vera vitni að ferðalögum þeirra svona ungur kveikti strax löngun hjá mér til þess …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu