Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tugir milljarða í húsnæðisbætur fyrir ríkasta hluta þjóðarinnar

Fyr­ir níu ár­um síð­an var tek­in ákvörð­un um að um­bylta hús­næð­is­bóta­kerfi Ís­lands. Vaxta­bóta­kerf­ið, sem studdi best við tekju­lægri hópa, var veikt veru­lega og í stað þess kom­ið á fyr­ir­komu­lagi skattaí­viln­ana til þeirra sem nota sér­eign­ar­sparn­að til að borga nið­ur íbúðalán. Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið met­ur eft­ir­gjöf hins op­in­bera á tekj­um vegna þessa á um 50 millj­arða króna. Um 77 pró­sent þeirr­ar upp­hæð­ar hef­ur lent hjá þrem­ur efstu tekju­hóp­un­um. Um sjö pró­sent henn­ar hef­ur far­ið til þess helm­ings lands­manna sem hef­ur lægstu tekj­urn­ar.

Í mars 2014 voru kynntar aðgerðir sem áttu að hjálpa fólki á íbúðamarkaði. Þær byggðu á kosningaloforði Framsóknarflokksins frá árinu áður um svokallaða skuldaleiðréttingu. Markmiðið var að aðgerðirnar, sem voru tvær, myndu samanlagt lækka höfuðstól íbúðaláns þess sem naut þeirra beggja um allt að 20 prósent. Umrætt kosningaloforð, sem fékk nafnið Leiðréttingin, var meginforsenda þess að Framsóknarflokkurinn, þá leiddur af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vann stórsigur í kosningunum 2013 og fékk sína bestu kosningu síðan 1979. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár