Í mars 2014 voru kynntar aðgerðir sem áttu að hjálpa fólki á íbúðamarkaði. Þær byggðu á kosningaloforði Framsóknarflokksins frá árinu áður um svokallaða skuldaleiðréttingu. Markmiðið var að aðgerðirnar, sem voru tvær, myndu samanlagt lækka höfuðstól íbúðaláns þess sem naut þeirra beggja um allt að 20 prósent. Umrætt kosningaloforð, sem fékk nafnið Leiðréttingin, var meginforsenda þess að Framsóknarflokkurinn, þá leiddur af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vann stórsigur í kosningunum 2013 og fékk sína bestu kosningu síðan 1979.
Þessi grein birtist fyrir meira en ári.
Tugir milljarða í húsnæðisbætur fyrir ríkasta hluta þjóðarinnar
Fyrir níu árum síðan var tekin ákvörðun um að umbylta húsnæðisbótakerfi Íslands. Vaxtabótakerfið, sem studdi best við tekjulægri hópa, var veikt verulega og í stað þess komið á fyrirkomulagi skattaívilnana til þeirra sem nota séreignarsparnað til að borga niður íbúðalán. Fjármála- og efnahagsráðuneytið metur eftirgjöf hins opinbera á tekjum vegna þessa á um 50 milljarða króna. Um 77 prósent þeirrar upphæðar hefur lent hjá þremur efstu tekjuhópunum. Um sjö prósent hennar hefur farið til þess helmings landsmanna sem hefur lægstu tekjurnar.
Athugasemdir