Hvort sem litið er til losunar á beinni ábyrgð Íslands eða heildarlosunar, þar sem landnýting og stóriðja eru meðtaldar, jókst hún á milli áranna 2020 og 2021. Heildarlosun hefur í raun aukist um 6 prósent frá viðmiðunarárinu 1990. Þar spilar losun frá uppþornuðu votlendi, mólendi eins og það heitir þá, stærstan þátt, eða rúmlega 60 prósentum í bókhaldsflokknum landnotkun og skógrækt.
Framræsing votlendis síðustu áratugi hefur aukið á losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Votlendi hefur hingað til verið ræst fram í ýmsum tilgangi, meðal annars til að búa til grösug tún eða land til einhvers konar ræktunar.
En mörg þessara grösugu túna eru ekki lengur nýtt sem slík, og sum hver hafa víst aldrei verið nýtt í þeim tilgangi. Þau hafa þó mörg hver ef til vill nýst sem hagabeit fyrir hross, að minnsta kosti annað veifið.
Upp, upp með skófluna
Það þótti þjóðþrifaverk á árum áður að grafa skurði og …
Athugasemdir (2)