Ef hamingja í sambandi hefur verndandi áhrif á heilsuna, skal byrjað á byrjuninni. Einfaldlega með því að spyrja, hvað er ást? „Í byrjun eru þetta hormónar,“ segir Hrefna Hrund Pétursdóttir sálfræðingur, en síðan tekur við annað skeið þar sem talað er um „þroskaða ást“ heldur hún áfram.
Annar sálfræðingur, Ólöf Edda Guðjónsdóttir, skýrir ást með svipuðum hætti. „Oft er talað um tvenns konar ást,“ segir hún: „Fyrst er það þessi líffræðilega ást þegar fólk er að kynnast makanum. Þá er ástandið hormónatengt, sem snýst meðal annars um lykt. Það endist í um ár. Síðan er það sem við höfum kallað þroskaða ást, sem er eitthvað sem þarf að vinna í. Til að viðhalda öruggum tengslum er mikilvægt fyrir pör að tala saman. Ef annar aðilinn hefur ekki átt góð geðtengsl áður er oft erfiðara að búa til eða viðhalda þ …
Athugasemdir