Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gott samband getur bætt heilsuna og lengt lífið

Sál­fræð­ing­arn­ir Hrefna Hrund Pét­urs­dótt­ir og Ólöf Edda Guð­jóns­dótt­ir segja frá nið­ur­stöð­um rann­sókna sem sýna fram á að heil­brigð og ham­ingju­rík sam­bönd hafi vernd­andi áhrif á and­lega og lík­am­lega heilsu. Gott sam­band hef­ur þannig já­kvæð áhrif á lágt sjálfs­mat, þung­lyndi, kvíða og hjarta- og æða­sjúk­dóma.

Ef hamingja í sambandi hefur verndandi áhrif á heilsuna, skal byrjað á byrjuninni. Einfaldlega með því að spyrja, hvað er ást? „Í byrjun eru þetta hormónar,“ segir Hrefna Hrund Pétursdóttir sálfræðingur, en síðan tekur við annað skeið þar sem talað er um „þroskaða ást“ heldur hún áfram.

Annar sálfræðingur, Ólöf Edda Guðjónsdóttir, skýrir ást með svipuðum hætti. „Oft er talað um tvenns konar ást,“ segir hún: „Fyrst er það þessi líffræðilega ást þegar fólk er að kynnast makanum. Þá er ástandið hormónatengt, sem snýst meðal annars um lykt. Það endist í um ár. Síðan er það sem við höfum kallað þroskaða ást, sem er eitthvað sem þarf að vinna í. Til að viðhalda öruggum tengslum er mikilvægt fyrir pör að tala saman. Ef annar aðilinn hefur ekki átt góð geðtengsl áður er oft erfiðara að búa til eða viðhalda þ …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu