„Oft og tíðum var þetta hræðilega vont. Hvort sem það var heima, úti í bíl, á Vernd eða á Litla-Hrauni,“ skrifaði Ingibjörg Lára í skilaboðum til fyrrverandi kærasta síns í nóvember 2021, en þá voru liðin tæp þrettán ár frá því að sambandi hennar við manninn lauk. Ingibjörg var nýorðin fimmtán ára þegar hún kynntist manninum, sem var þá á Vernd að ljúka afplánun vegna sex ára dóms fyrir tilraun til manndráps, með því að hafa ráðist að manni vopnaður sveðju og hoggið í höfuð hans. Seinna fékk hann átta ára dóm fyrir að hafa komið á laggirnar amfetamínverksmiðju. Hún segir að maðurinn hafi frá upphafi sambandsins þvingað hana til að gera hluti sem hún vildi ekki og það sitji enn þá í henni.
Hann baðst afsökunar á framgöngu sinni í bréfi til hennar, en í samtali við blaðamann hafnar hann því alfarið að hafa farið yfir mörk hennar og …
Athugasemdir