Yuliia Yedynak, 45 ára hótelþerna á Fosshótel Lind, tilheyrir þeim hópi sem kjaradeilur Eflingar snúast um. Í samtali við Heimildina segir hún að launin dugi fyrir leigu og mat, en ef til þess kemur að hún þarf að kaupa eitthvað annað þurfi hún að borða í vinnunni til að ná endum saman. „Síminn minn er brotinn en ég get ekki keypt mér nýjan. Ef ég ætla að kaupa eitthvað get ég ekki eytt peningum í mat og þarf að borða á hótelinu. Þar get ég fengið morgunmat og kvöldmat, sem ég er þakklát fyrir.“
Hún fær um 320 þúsund krónur útborgaðar hvern mánuð, sem er lækkun frá því sem áður var, þegar hún hóf störf. Síðasta sumar var sú breyting gerð, segir hún, að henni var bannað að vinna meira en átta tíma vinnudag. Áður hafi hún unnið hálftíma lengur. „Þetta var bara hálftími á dag, en það safnast saman …
Sko, ég er búsettur í Noregi sl 20 ár og er yfirmaður í minni deild - en ef spurningin væri bara um laun þá myndi ég nú bara hoppa í það eins og skot. Þyrfti samt að læra hvernig á að þröngva saman dýnu og sængurfötum...