Það er ellefu stiga frost og klukkan hálf níu, þennan föstudagsmorgun í desember. Fyrir utan verslunarkjarnann í Austurveri standa tveir gulir Scania-trukkar. Annar þeirra tilheyrir teymi fimmmenninganna sem við höfum mælt okkur mót við. Þeir eru í kaffi enda búnir að vera að síðan fyrir sjö þennan morgun.
Einu sinni voru þeir kallaðir öskukallar, sú stétt manna sem sá um að koma því í lóg sem við höfðum gernýtt á heimilum okkar. Kenndir við ösku, enda var þá kolakynding reglan á íslenskum heimilum. Með hitaveitunni og rafmagninu hvarf askan. En eftir varð ruslið, sem síðan varð plássfrekara og meira.
Askan í gráu tunnuna
Ruslakallar var starfsheiti nýrra kynslóða. Sorphirðumenn, heita þeir núna, en þó kannski aðallega í kjarasamningum og opinberum gögnum. Sjálfir eru þeir ekki feimnir við að segjast vera „í ruslinu“. Í það minnsta ekki teymið hans Ella.
Ingimundur Ellert Þorkelsson, eða Elli, er bílstjóri …
Athugasemdir (3)