Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Hirð Ella ruslabílstjóra: „Skiljum enga tunnu eftir“

Rokk­stjarna, mód­el, smali, pólsk­ur dyra­vörð­ur og eþí­ópísk­ur end­ur­skoð­andi eru með­al þeirra sem tæma rusl höf­uð­borg­ar­búa. Helgi Selj­an tók sér far með sorp­hirð­stjór­an­um Ella og hans mönn­um. Í gadd­grimd­ar frosti og snjó bjarga þeir okk­ur frá tug­þús­und­um tonna af rusli sem við skilj­um eft­ir okk­ur ár hvert.

Hirð Ella ruslabílstjóra: „Skiljum enga tunnu eftir“

Það er ellefu stiga frost og klukkan hálf níu, þennan föstudagsmorgun í desember. Fyrir utan verslunarkjarnann í Austurveri standa tveir gulir Scania-trukkar. Annar þeirra tilheyrir teymi fimmmenninganna sem við höfum mælt okkur mót við. Þeir eru í kaffi enda búnir að vera að síðan fyrir sjö þennan morgun.

Einu sinni voru þeir kallaðir öskukallar, sú stétt manna sem sá um að koma því í lóg sem við höfðum gernýtt á heimilum okkar. Kenndir við ösku, enda var þá kolakynding reglan á íslenskum heimilum. Með hitaveitunni og rafmagninu hvarf askan. En eftir varð ruslið, sem síðan varð plássfrekara og meira. 

Askan í gráu tunnuna
Aska flokkast með heimilissorpi

Ruslakallar var starfsheiti nýrra kynslóða. Sorphirðumenn, heita þeir núna, en þó kannski aðallega í kjarasamningum og opinberum gögnum. Sjálfir eru þeir ekki feimnir við að segjast vera „í ruslinu“. Í það minnsta ekki teymið hans Ella.

Ingimundur Ellert Þorkelsson, eða Elli, er bílstjóri …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Heiðar Kristinsson skrifaði
    Skemmtileg og vel skrifuð grein greinilega flottir karlar þarna á ferð.
    2
  • Guðrún Ingimundardóttir skrifaði
    Áhugaverð frétt sem gefur innsýn í hversdaginn og litróf mannlífsins. Takk.
    4
  • Ási Bogga skrifaði
    Vel skrifuð grein og fallegar myndir ,og frábært að fara út í kuldann og sjá og heyra hvað starfmenn borgarinnar eru að gera. Gott framtak hjá þér Helgi mnn takkfyrir
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár