Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Alþýðusambandið hefur engin völd“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son gæti nú ver­ið for­seti Al­þýðu­sam­bands Ís­lands en valdi að draga fram­boð sitt til baka. Hann seg­ir það vera vegna orð­ræðu um sig sem eigi þátt í morð­hót­un sem hon­um barst í síð­ustu kjara­samn­ings­átök­um. For­ysta í Al­þýðu­sam­band­inu var ekki þess virði, enda skipti sam­band­ið engu nema með stóru fé­lög­un­um.

„Alþýðusambandið hefur engin völd“

Það deilir enginn um að Ragnar Þór Ingólfsson hafi haft forsetastól Alþýðusambands Íslands, stærstu fjöldahreyfingar landsins, í hendi sér og að hans helstu bandamenn hefðu að öllum líkindum svifið inn samhliða honum. En það er ekki raunin. Af hverju ekki?

„Bara val. Þetta snýst allt um val. Augljóslega lít ég ekki á það þannig að þetta hafi verið eitthvað í hendi, þetta átti eftir að fara í gegnum lýðræðislega ferla innan ASÍ,“ segir Ragnar Þór, sem fullyrðir að ákvörðunin hafi verið tekin morguninn sem þing ASÍ hófst, þar sem hann drakk morgunkaffið með konunni sinni, Guðbjörgu Magnúsdóttur. Þá hafi hann fengið sent skjáskot af stöðuuppfærslu annars verkalýðsleiðtoga, Halldóru Sveinsdóttur, formanns Bárunnar á Selfossi, sem var og er andstæðingur Ragnars innan verkalýðshreyfingarinnar.

„Ég vildi ekki trúa því að þetta væri botnlaust hatur í garð okkar, eitthvað sem er bara óútskýrt, og á sér kannski lengri sögu, frá tíð Gylfa, frá tíð …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GE
    Guðmundur Einarsson skrifaði
    Málefnalegur eins og alltaf. Svo sammála, um að ekkert annað væri hægt, eins og staðan var.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár