Það deilir enginn um að Ragnar Þór Ingólfsson hafi haft forsetastól Alþýðusambands Íslands, stærstu fjöldahreyfingar landsins, í hendi sér og að hans helstu bandamenn hefðu að öllum líkindum svifið inn samhliða honum. En það er ekki raunin. Af hverju ekki?
„Bara val. Þetta snýst allt um val. Augljóslega lít ég ekki á það þannig að þetta hafi verið eitthvað í hendi, þetta átti eftir að fara í gegnum lýðræðislega ferla innan ASÍ,“ segir Ragnar Þór, sem fullyrðir að ákvörðunin hafi verið tekin morguninn sem þing ASÍ hófst, þar sem hann drakk morgunkaffið með konunni sinni, Guðbjörgu Magnúsdóttur. Þá hafi hann fengið sent skjáskot af stöðuuppfærslu annars verkalýðsleiðtoga, Halldóru Sveinsdóttur, formanns Bárunnar á Selfossi, sem var og er andstæðingur Ragnars innan verkalýðshreyfingarinnar.
„Ég vildi ekki trúa því að þetta væri botnlaust hatur í garð okkar, eitthvað sem er bara óútskýrt, og á sér kannski lengri sögu, frá tíð Gylfa, frá tíð …
Athugasemdir (1)