Nína varð fyrir hópnauðgun tólf ára gömul. Afleiðingarnar birtust meðal annars í því að hún reyndi að sækja sér viðurkenningu með því að klæða sig lítið og ástunda kynferðislega hegðun. Hún var stimpluð drusla og varð fyrir kynferðislegu einelti af hálfu vina, sem hafði í för með sér enn meira kynferðisofbeldi.
Nína er ein fjórtán íslenskra kvenna sem deilir reynslu sinni af vændi í nýrri íslenskri rannsókn. Sumar þeirra þurftu að þola drusluskömmun og kynferðislegt einelti í æsku. Nína segir meðal annars frá aðstæðum þar sem kærasti vinkonu hennar fékk símtal frá manni sem vildi athuga hvort hann vissi um „einhverja stelpu sem hann geti riðið“. Hún var fjórtán ára og maðurinn var kominn yfir þrítugt. En vinir hennar þrýstu á hana að fara. „Þau vissu að ég myndi fara og ég sagði alltaf nei. Þau bara ýttu á mig þangað til ég sagði já.“ Seinna komst hún að því …
Athugasemdir