Flest gæti gengið vel á komandi kjörtímabili og eru samstaða um mörg lykilmál, samkvæmt svörum frambjóðenda flokkanna í Kosningaprófi Stundarinnar. Átakalínurnar eru þó til staðar og hverfast um húsnæðisuppbyggingu, þéttingarstefnuna og samgöngur.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar sér að tala við alla oddvitana áður en ákvörðun verður tekin um formlegar meirihlutaviðræður. Hann hefur margsagt að málefnin ráði för. Flokkurinn hans er þó í ökumannssætinu og þarf á endanum að taka af skarið og beygja annaðhvort til hægri eða vinstri. En hver er afstaða Einars og Framsóknarfélaga hans í stóru átakamálunum í borginni og hverjir eru sammála þeim?
Svörin má sjá í Kosningaprófi Stundarinnar sem fulltrúar flokkanna þreyttu í aðdraganda kosninga.
Athugasemdir (1)