Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Við vorum mæðgur - ekki vinkonur“

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir um týpu­álag, dag­bók móð­ur sinn­ar og bók­ina sem hún skrif­aði um þær. Bók sem væri lýst sem bók um mæðg­ur í út­lönd­um. Á Ís­landi verð­ur hún alltaf bók­in um Jó­hönnu og Elísa­betu.

Það er aprílsólarhiti í Hveragerði þegar við hittumst í matsal Heilsuhælisins við Elísabet Jökulsdóttir. Það er fiskur í matinn. Elísabet er í heilsubótarinnlögn í Hveragerði, steinsnar frá heimili sínu í bænum reyndar. Og eins og við komumst að er Elísabet langt í frá ein um að hafa flutt í bæinn á síðustu árum. Við borðið okkar situr fasteignasali í Hveragerði sem fræðir okkur um það. 

Ég veit ekki hvort það sé ósvífið af mér að setja það fram svona, en það hentar frásögninni: Elísabet Jökulsdóttir hefur á undanförnum árum hlotið verðskuldaða viðurkenningu; Bókmenntaverðlaun, Fjöruverðlaun, tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og tilheyrandi boð á Bessastaði, en á sama tíma hefur heilsu hennar hrakað svo mjög að lífi hennar stendur ógn af því. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hún fékk ekki viðurkenningu á því sem hún fann þó best sjálf; að eitthvað væri að.

Elísabet er með nýrnabilun á lokastigi. Þarf að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigríður Einarsdóttir skrifaði
    Er ekki hægt að bjarga þessari æðislegu konu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár