Nú stendur yfir einkasýning Söru Riel í Ásmundarsal við Freyjugötu. Destination Mars kallast sýningin og eins og titillinn gefur til kynna er hún innblásin af geimferðum, frá hinum ýmsu sjónarmiðum, til dæmis vísindum og dulspeki. Geimferðir, Hillbilly hugsar til ódrepandi forvitni og löngun mannsins til að kanna hið óþekkta, hinn gamla draum að fara til Mars – eða hitta allavega Marsbúa einu sinni, tvisvar, áður en þetta klárast allt saman. Sýningin er líka á umhverfisverndargrundvelli, því eins og Sara bendir á þá er þessi æintýraþrá okkar í áranna rás ekki umhverfisvænt sport. Ljósmyndir sem sýna jörðina frá fyrstu ferð mannsins í geiminn og aðrar myndir eftir því sem geimferðum fjölgaði, sýna hvernig geimrusl safnast saman á sporbaugi jarðar.
Verkin eru úti og inni þegar kemur að byggingunni, og fer langt upp í geim og inn í heila áhorfanda. Sara Riel tekur yfir Ásmundarsal með málverkum, teikningum, textaverkum, grafík, veggverkum og …
Athugasemdir