Sequences real time art festival er listahátíð sem hefur sannarlega fest sig í sessi og fangað athygli listunnenda útí heimi og heima. Hátíðin hófst árið 2006 og var haldið ár hvert í þrjú ár, en varð að tvíæringi árið 2009. Semsagt, haldið annað hvert ár síðan. Tíunda Sequences hátíðin gengur í garð um helgina, og þvílík veisla, þvílíkt listafólk og þvílík dagskrá. Hillbilly ræddi við Helgu Björg Kjerúlf, framkvæmdarstýru hátíðarinnar um viðburðina sem í boði verða þetta árið. Upplýsingar um alla listamennina, viðburði og þétta dagskrá má finna á sequences.is
Kominn tími til
Kominn tími til er yfirskrift hátíðarinnar í ár, en afhverju er tími til kominn?. „Yfirskriftin vísar í mómentið. Hvernig hugmyndir kvikna innan ákveðins samfélags og hefur áhrif á breytingar. Með tímanum hvernig hlutir þróast. Tíminn breytist og mennirnir með, en samt í einhverskonar spíral. Með hugmyndum getum við hreyft við tímanum,“ segir Helga Björg.
Sköpunarsaga persónu
Heiðurslistamaður …
Athugasemdir