„Mér finnst íslensk stjórnvöld ganga fram með ómannúðlegum hætti gagnvart hælisleitendum og kerfið í heild sinni. Það eru mýmörg dæmi þess að þau hunsi ytri aðstæður fólks, jafnvel þegar tilefni er til þess að horft sé í þær. Svo er það allt ferlið, sem er stirt og erfitt. Við sem höfum starfað í þessum geira erum alveg sammála um það.“
Bendir Magnús á að lögin séu þannig að mikið af ákvæðum þeirra séu þess eðlis að beita þurfi mati, til dæmis þegar veitt eru dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Er þá metið hversu alvarleg staða viðkomandi umsækjanda er og þær aðstæður sem senda á hann í aftur.
„Oft er þetta á einhverri hnífsegg hvorum megin málið lendir og þá fer það bara eftir viðkomandi starfsmanni. Þannig að það er mín skoðun að það sé hægt, með þeim lögum sem við nú höfum, að skipta algjörlega um þann tón sem er settur …
Athugasemdir