Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ímyndarherferð Talíbana

Talíban­ar hafa aft­ur náð völd­um í Af­gan­ist­an, 20 ár­um eft­ir að inn­rás­arlið Banda­ríkj­anna steypti stjórn þeirra. Kon­ur og minni­hluta­hóp­ar ótt­ast of­sókn­ir og harka­legt stjórn­ar­far sam­kvæmt fyrri reynslu en leið­tog­ar talíbana lofa auknu um­burð­ar­lyndi.

Flestir sérfræðingar spáðu því að talíbanar myndu fljótt sækja í sig veðrið eftir að Bandaríkjamenn drógu síðasta herlið sitt heim frá Afganistan. Stjórnin í Kabúl var gjörspillt, hafði lítil völd utan stærstu borga landsins og naut ekki stuðnings almennings. Hversu hratt spilaborgin hrundi kom hins vegar mörgum í opna skjöldu, ekki síst ráðamönnunum sjálfum í Kabúl.

„Þegar maður spyr sig hvers vegna afganski herinn streittist ekki á móti sókn talíbana verður fyrst af öllu að athuga hvernig hann varð til,“ segir Þórir Jónsson Hraundal, lektor við Háskóla Íslands. Hann kennir meðal annars arabísku og sögu Mið-Austurlanda.

Þórir Jónsson Hraundal

„Bandaríski herinn gerði þau reginmistök að reyna að búa til afrit af sér sjálfum í landslagi og menningu þar sem það átti alls ekki við. Það gat aldrei gengið upp þrátt fyrir vilja til að ausa endalausum milljörðum dollara í þjálfun og tækjakost á tveimur áratugum. Það hefði kannski frekar átt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár