Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ímyndarherferð Talíbana

Talíban­ar hafa aft­ur náð völd­um í Af­gan­ist­an, 20 ár­um eft­ir að inn­rás­arlið Banda­ríkj­anna steypti stjórn þeirra. Kon­ur og minni­hluta­hóp­ar ótt­ast of­sókn­ir og harka­legt stjórn­ar­far sam­kvæmt fyrri reynslu en leið­tog­ar talíbana lofa auknu um­burð­ar­lyndi.

Flestir sérfræðingar spáðu því að talíbanar myndu fljótt sækja í sig veðrið eftir að Bandaríkjamenn drógu síðasta herlið sitt heim frá Afganistan. Stjórnin í Kabúl var gjörspillt, hafði lítil völd utan stærstu borga landsins og naut ekki stuðnings almennings. Hversu hratt spilaborgin hrundi kom hins vegar mörgum í opna skjöldu, ekki síst ráðamönnunum sjálfum í Kabúl.

„Þegar maður spyr sig hvers vegna afganski herinn streittist ekki á móti sókn talíbana verður fyrst af öllu að athuga hvernig hann varð til,“ segir Þórir Jónsson Hraundal, lektor við Háskóla Íslands. Hann kennir meðal annars arabísku og sögu Mið-Austurlanda.

Þórir Jónsson Hraundal

„Bandaríski herinn gerði þau reginmistök að reyna að búa til afrit af sér sjálfum í landslagi og menningu þar sem það átti alls ekki við. Það gat aldrei gengið upp þrátt fyrir vilja til að ausa endalausum milljörðum dollara í þjálfun og tækjakost á tveimur áratugum. Það hefði kannski frekar átt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár