Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hremmingar fjölskyldu Assange

Stella Mor­is, unn­usta Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks, er stödd á land­inu og biðl­ar til Ís­lend­inga að berj­ast fyr­ir frels­un hans. Hún vill að Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi per­sónu­leg af­skipti af mál­inu.

Stella Moris, unnusta Julian Assange, hefur undanfarin tíu ár barist fyrir frelsi hans. Baráttan hefur verið löng og erfið. Andstæðingurinn er ekki lítill, en hann er enginn annar en alríkisstjórn Bandaríkjanna.

Allt frá því að Julian Assange og Wikileaks birtu mikið magn af leynilegum upplýsingum um allt frá spillingu til stríðsglæpa hefur Bandaríkjastjórn hundelt hann um allan heim. Þessar upplýsingar hafa breytt sýn okkar á samtímasöguna og leitt í ljós hversu mikið yfirvöld vestanhafs fela fyrir borgurum sínum. Áhrif þessa eltingarleiks við Assange hefur ekki bara haft áhrif á hann sjálfan, þar sem hann situr í öryggisfangelsi í Bretlandi þessa dagana, heldur einnig börnin hans og unnustu. Synir hans tveir, fjögurra og tveggja ára gamlir, hafa frá fæðingu eingöngu fengið að sjá hann læstan inni í sendiráði eða í öryggisfangelsi.

Í janúar hafnaði breskur dómari því að Assange yrði framseldur til Bandaríkjanna, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár