Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þrír mánuðir verða að fimm árum

Hill­billy heim­sótti Skarp­héð­in Berg­þóru­son og Árna Má Erl­ings­son í Gallery Port á Lauga­vegi 23 sem fagn­ar fimm ára af­mæli um þess­ar mund­ir. Gallery Port kom óvænt upp í hend­urn­ar á drengj­un­um og stóðu þeir í trú um að rým­ið yrði rif­ið eft­ir þrjá til fjóra mán­uði. Það var eins gott því ann­ars hefðu þeir ekki far­ið út í þetta, að eig­in sögn. Hér eru þeir enn, fimm ár­um síð­ar, og hafa nostr­að við rým­ið sitt og fyllt það af lífi dag eft­ir dag í hátt í 2.000 daga, hald­ið yf­ir 100 sýn­ing­ar og við­burði.

Þrír mánuðir verða að fimm árum

Hillbilly byrjar venju samkvæmt á byrjunarreit og vill vita hvort list hafi verið í kringum þá Skarphéðin og Árna Má þegar þeir voru að alast upp. Hvorugur segir svo hafa verið, „ekki myndlist en mikið bókmenntatengt, sem er náttúrlega nátengt myndlist,“ segir Skarphéðinn og þræðir sína sögu fyrir Hillbilly. Hann ólst upp í Holtunum, í kringum Myndlista- og handíðaskólann, svo hann „sá alveg myndlist. Fór í myndmennt og á Kjarvalsstaði og annað slíkt en myndlistin kom ekki inn fyrr en ég byrjaði í Portinu, fannst áður eins og þetta væri frekar lokað svæði, myndlistin,“ svarar Skarphéðinn. Skarphéðinn er skáld og nú orðinn myndlistarmaður eftir fimm ára nám í Gallery Port, sem er líklega eitt besta nám í myndlist sem hugsast getur. En í uppeldi Árna, ætli þar hafi verið gluggi inn í myndlist? „Ekki í mínu tilfelli, sú eina sem ég veit að hefur verið í myndlist er dóttir systur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár