Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mikil ásókn og takmarkað framboð á fasteignamarkaði

Ólaf­ur Sindri Helga­son, yf­ir­hag­fræð­ing­ur hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, seg­ir minnk­andi fram­boð á eign­um á fast­eigna­mark­aði geta leitt til þess að bil á milli þeirra á leigu- og fast­eigna­mark­aði gæti breikk­að. Sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­inn­ar var met sala á íbúð­um í fe­brú­ar mán­uði.

Mikil ásókn og takmarkað framboð á fasteignamarkaði
Sala eykst og framboð minnkar Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir eftirspurn á fasteignamarkaði gríðarlega en framboð á eignum fari þó minnkandi. Mynd: b'hag / Haraldur Gu\xc3\xb0j\xc3\xb3nsson'

Samkvæmt mælingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar var síðastliðinn febrúar umsvifamesti febrúarmánuður á fasteignamarkaði frá því að stofnunin hóf mælingar árið 2002 en útgefnir kaupsamningar í mánuðinum voru 1048 talsins sem er 9,7% aukning frá því í janúar og 22% aukning frá sama mánuði árið á undan. Framboð á íbúðum til sölu hefur á sama tíma dregist saman svo um munar.

Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur HMS, segir minnkun á framboði íbúða ekki vera af hinu góða en hún geti leitt af sér hækkun á íbúðarverði sem getur gert ákveðnum hópi fólks erfiðara fyrir að komast af leigumarkaði inn á fasteignamarkaðinn. „Þetta segir mér að eftirspurnin er gríðarleg, vextir hafa aldrei verið svona lágir og það er ekki gott ef að framboðið minnkar og minnkar og það kemur ekkert inn á markaðinn í staðinn,“ segir hann. 

Vanalega rólegt í febrúar

Fasteignamarkaðurinn er vanalega rólegur í febrúarmánuði en tölfræði sýnir fram á það að aðeins sé hægt að finna einn mánuð á árunum 2008 til 2019 sem var með fleiri seldar íbúðir. Samkvæmt skýrslunni má gera ráð fyrir að þróunin haldi áfram á sama veg svo fremur sem framboð af íbúðum verði enn til staðar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var í febrúar töldu 9% svarenda líklegt eða öruggt að þeir myndu kaupa sér íbúð á næstu sex mánuðum sem er fremur hátt hlutfall miðað við eldri kannanir. 

„Þetta gæti breikkað bilið á milli þeirra ef fasteignaverð heldur áfram að hækka, þá verður fasteignamarkaðurinn meira fyrir þá sem eiga fasteignir nú þegar“

Ólafur segir ástandið á fasteignamarkaðnum ekki einskorðast við Ísland en að hans sögn má sjá hið sama eiga sér stað víða erlendis. „Þetta er að gerast alls staðar annars staðar í heiminum líka. Covid-19 faraldurinn og vaxtalækkanir í kjölfar hans hafa hleypt lífi í fasteignamarkaði víðsvegar. Það er til að mynda gríðarleg eftirspurn eftir stærri eignum í Bandaríkjunum og reyndar víðar. Fólk er að nýta sér lægri vexti í að stækka við sig,“ segir hann og metur að mögulega sé um tímabundið ástand að ræða sem muni lagast þegar Covid- 19 gengur yfir og efnahags óvissa minnkar. 

Lágir vextir gera það að verkum að auðveldara er að festa kaup á fasteignum en að mati Ólafs þarf fólk að hafa í huga að skuldsetja sig ekki ofar getu því vextir muni á einhverjum tímapunkti hækka. „Fólk verður auðvitað að hafa í huga að spenna bogann ekki of hátt, að skuldsetja sig fyrir mörgum tugum milljóna, kaupa of stórar íbúðir ef það rétt svo ræður við greiðslubyrðina. Ef það rétt ræður við greiðslubyrðina eins og ástandið er núna þá þarf að hafa í huga að vextir hafa aldrei verið lægri og að öllum líkindum munu þeir hækka á næstu tveimur til þremur árum,“ segir hann og útskýrir að eðlilegt sé að vextir hækki í kjölfar efnahagskreppu. „Það þarf alltaf að lækka vexti þegar það skellur á efnahagskreppa þannig að þeir munu hækka þegar efnahagurinn tekur við sér,“ útskýrir hann. 

Framboðið dregist verulega saman

Eins og áður hefur verið nefnt hefur framboð íbúða á sölu dregist saman en á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðum til sölu fækkað um 58,4% á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri íbúðir seljast en eru settar á sölu. Að svo stöddu eru um 830 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu miðað við 980 þann 1. mars. 

Ólafur segir að þegar vextir lækka með þessum hætti verði tilfærsla af leigumarkaði og á fasteignamarkaðinn, margir hafi tök á að kaupa eign í fyrsta skipti sem hafi svo aftur áhrif á framboðið sem minnki því nýjar eignir komi ekki inn á markaðinn á móti þeim keyptu. 

Takmarkað framboð gæti samkvæmt skýrslunni dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði til lengri tíma litið en gæti þó einnig leitt til frekari verðhækkana en sú þróun er nú þegar farin af stað. 

Bilið gæti breikkað

Að mati Ólafs er ákveðinn hópur fólks sem vel gæti nýtt sér slíka stöðu á markaðnum en annar hópur fólks gæti hins vegar færst fjær því að geta keypt fasteign. „Það er stór hluti fólks sem hefur það bara fínt og hefur ekki misst vinnuna og getur því nýtt sér þetta ástand. En það er ekki gott að ef að þeir sem eftir sitja á leigumarkaði missa af lestinni. Húsnæðisverð hækkar og hækkar og þar með þarf fólk að eiga meira í útborgun til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem eiga pening núna, þeir sem geta orðið sér út um fjármagn reyna að kaupa sér íbúðir núna til að losna af leigumarkaði en aðrir geta það ekki. Þetta gæti breikkað bilið á milli þeirra ef fasteignaverð heldur áfram að hækka, þá verður fasteignamarkaðurinn meira fyrir þá sem eiga fasteignir nú þegar,“ segir hann. 

„Það þarf alltaf að lækka vexti þegar það skellur á efnahagskreppa þannig að þeir munu hækka þegar efnahagurinn tekur við sér“

Aðgengi að fjármagni segir hann gott og þar sem vextir eru lágir eru þeir sem eru í þeim hugleiðingum að kaupa sér fasteign yfirleitt ekki í miklum vandræðum með það en annar hópur fólks á leigumarkaði getur ekki að sama skapi safnað sér pening og er á sama tíma að leiga dýrar eignir. Ólafur segir leiguverð ekki hafa lækkað mikið á sama tíma og íbúðarverð hefur hækkað. „Það er náttúrulega hópur sem lendir meira í kreppunni en aðrir og hann getur lent í vandræðum með að kaupa sér húsnæði. Maður vill auðvitað sjá hækkun í kaupverði í takt við kaupmáttaraukningu.“

Slegist er um eignir

Ástandið hefur einnig gert það að verkum að íbúðir seljast nú yfir ásettu kaupverði en í febrúarmánuði var kaupverð hærra en ásett verð í 28,4% af seldum íbúðum sem er næst hæsta hlutfall frá upphafi slíkra mælinga árið 2013. „Í dag er seljendamarkaður því framboð er mjög lítið og eftirspurn mjög mikil, þá hækkar hlutfallið af íbúðum sem seljast yfir ásettu verði,“ segir Ólafur.

Allt hefur þetta leitt til þess að sölutími íbúða hefur ekki verið styttri frá því að mælingar hófust, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu tók að meðaltali 44 daga að selja íbúð. Til samanburðar tók 85 daga að selja íbúð vorið 2015. Þá segir Ólafur að dæmi séu til um það að slegist sé um eignir og eignir keyptar án þess að vera skoðaðar. „Fólk verður að gefa sér tíma í að skoða íbúðir og það er á þeirra ábyrgð að skoða þær vel,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár