Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Mikil ásókn og takmarkað framboð á fasteignamarkaði

Ólaf­ur Sindri Helga­son, yf­ir­hag­fræð­ing­ur hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, seg­ir minnk­andi fram­boð á eign­um á fast­eigna­mark­aði geta leitt til þess að bil á milli þeirra á leigu- og fast­eigna­mark­aði gæti breikk­að. Sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­inn­ar var met sala á íbúð­um í fe­brú­ar mán­uði.

Mikil ásókn og takmarkað framboð á fasteignamarkaði
Sala eykst og framboð minnkar Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir eftirspurn á fasteignamarkaði gríðarlega en framboð á eignum fari þó minnkandi. Mynd: b'hag / Haraldur Gu\xc3\xb0j\xc3\xb3nsson'

Samkvæmt mælingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar var síðastliðinn febrúar umsvifamesti febrúarmánuður á fasteignamarkaði frá því að stofnunin hóf mælingar árið 2002 en útgefnir kaupsamningar í mánuðinum voru 1048 talsins sem er 9,7% aukning frá því í janúar og 22% aukning frá sama mánuði árið á undan. Framboð á íbúðum til sölu hefur á sama tíma dregist saman svo um munar.

Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur HMS, segir minnkun á framboði íbúða ekki vera af hinu góða en hún geti leitt af sér hækkun á íbúðarverði sem getur gert ákveðnum hópi fólks erfiðara fyrir að komast af leigumarkaði inn á fasteignamarkaðinn. „Þetta segir mér að eftirspurnin er gríðarleg, vextir hafa aldrei verið svona lágir og það er ekki gott ef að framboðið minnkar og minnkar og það kemur ekkert inn á markaðinn í staðinn,“ segir hann. 

Vanalega rólegt í febrúar

Fasteignamarkaðurinn er vanalega rólegur í febrúarmánuði en tölfræði sýnir fram á það að aðeins sé hægt að finna einn mánuð á árunum 2008 til 2019 sem var með fleiri seldar íbúðir. Samkvæmt skýrslunni má gera ráð fyrir að þróunin haldi áfram á sama veg svo fremur sem framboð af íbúðum verði enn til staðar. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var í febrúar töldu 9% svarenda líklegt eða öruggt að þeir myndu kaupa sér íbúð á næstu sex mánuðum sem er fremur hátt hlutfall miðað við eldri kannanir. 

„Þetta gæti breikkað bilið á milli þeirra ef fasteignaverð heldur áfram að hækka, þá verður fasteignamarkaðurinn meira fyrir þá sem eiga fasteignir nú þegar“

Ólafur segir ástandið á fasteignamarkaðnum ekki einskorðast við Ísland en að hans sögn má sjá hið sama eiga sér stað víða erlendis. „Þetta er að gerast alls staðar annars staðar í heiminum líka. Covid-19 faraldurinn og vaxtalækkanir í kjölfar hans hafa hleypt lífi í fasteignamarkaði víðsvegar. Það er til að mynda gríðarleg eftirspurn eftir stærri eignum í Bandaríkjunum og reyndar víðar. Fólk er að nýta sér lægri vexti í að stækka við sig,“ segir hann og metur að mögulega sé um tímabundið ástand að ræða sem muni lagast þegar Covid- 19 gengur yfir og efnahags óvissa minnkar. 

Lágir vextir gera það að verkum að auðveldara er að festa kaup á fasteignum en að mati Ólafs þarf fólk að hafa í huga að skuldsetja sig ekki ofar getu því vextir muni á einhverjum tímapunkti hækka. „Fólk verður auðvitað að hafa í huga að spenna bogann ekki of hátt, að skuldsetja sig fyrir mörgum tugum milljóna, kaupa of stórar íbúðir ef það rétt svo ræður við greiðslubyrðina. Ef það rétt ræður við greiðslubyrðina eins og ástandið er núna þá þarf að hafa í huga að vextir hafa aldrei verið lægri og að öllum líkindum munu þeir hækka á næstu tveimur til þremur árum,“ segir hann og útskýrir að eðlilegt sé að vextir hækki í kjölfar efnahagskreppu. „Það þarf alltaf að lækka vexti þegar það skellur á efnahagskreppa þannig að þeir munu hækka þegar efnahagurinn tekur við sér,“ útskýrir hann. 

Framboðið dregist verulega saman

Eins og áður hefur verið nefnt hefur framboð íbúða á sölu dregist saman en á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðum til sölu fækkað um 58,4% á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri íbúðir seljast en eru settar á sölu. Að svo stöddu eru um 830 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu miðað við 980 þann 1. mars. 

Ólafur segir að þegar vextir lækka með þessum hætti verði tilfærsla af leigumarkaði og á fasteignamarkaðinn, margir hafi tök á að kaupa eign í fyrsta skipti sem hafi svo aftur áhrif á framboðið sem minnki því nýjar eignir komi ekki inn á markaðinn á móti þeim keyptu. 

Takmarkað framboð gæti samkvæmt skýrslunni dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði til lengri tíma litið en gæti þó einnig leitt til frekari verðhækkana en sú þróun er nú þegar farin af stað. 

Bilið gæti breikkað

Að mati Ólafs er ákveðinn hópur fólks sem vel gæti nýtt sér slíka stöðu á markaðnum en annar hópur fólks gæti hins vegar færst fjær því að geta keypt fasteign. „Það er stór hluti fólks sem hefur það bara fínt og hefur ekki misst vinnuna og getur því nýtt sér þetta ástand. En það er ekki gott að ef að þeir sem eftir sitja á leigumarkaði missa af lestinni. Húsnæðisverð hækkar og hækkar og þar með þarf fólk að eiga meira í útborgun til að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þeir sem eiga pening núna, þeir sem geta orðið sér út um fjármagn reyna að kaupa sér íbúðir núna til að losna af leigumarkaði en aðrir geta það ekki. Þetta gæti breikkað bilið á milli þeirra ef fasteignaverð heldur áfram að hækka, þá verður fasteignamarkaðurinn meira fyrir þá sem eiga fasteignir nú þegar,“ segir hann. 

„Það þarf alltaf að lækka vexti þegar það skellur á efnahagskreppa þannig að þeir munu hækka þegar efnahagurinn tekur við sér“

Aðgengi að fjármagni segir hann gott og þar sem vextir eru lágir eru þeir sem eru í þeim hugleiðingum að kaupa sér fasteign yfirleitt ekki í miklum vandræðum með það en annar hópur fólks á leigumarkaði getur ekki að sama skapi safnað sér pening og er á sama tíma að leiga dýrar eignir. Ólafur segir leiguverð ekki hafa lækkað mikið á sama tíma og íbúðarverð hefur hækkað. „Það er náttúrulega hópur sem lendir meira í kreppunni en aðrir og hann getur lent í vandræðum með að kaupa sér húsnæði. Maður vill auðvitað sjá hækkun í kaupverði í takt við kaupmáttaraukningu.“

Slegist er um eignir

Ástandið hefur einnig gert það að verkum að íbúðir seljast nú yfir ásettu kaupverði en í febrúarmánuði var kaupverð hærra en ásett verð í 28,4% af seldum íbúðum sem er næst hæsta hlutfall frá upphafi slíkra mælinga árið 2013. „Í dag er seljendamarkaður því framboð er mjög lítið og eftirspurn mjög mikil, þá hækkar hlutfallið af íbúðum sem seljast yfir ásettu verði,“ segir Ólafur.

Allt hefur þetta leitt til þess að sölutími íbúða hefur ekki verið styttri frá því að mælingar hófust, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu tók að meðaltali 44 daga að selja íbúð. Til samanburðar tók 85 daga að selja íbúð vorið 2015. Þá segir Ólafur að dæmi séu til um það að slegist sé um eignir og eignir keyptar án þess að vera skoðaðar. „Fólk verður að gefa sér tíma í að skoða íbúðir og það er á þeirra ábyrgð að skoða þær vel,“ segir hann. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár