Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?

347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?

Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti?

***

Aðalspurningar:

1.   Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna?

2.   Grikki nokkur sem uppi var rúmlega 500 árum fyrir Krists burð er frægur fyrir safn skemmtilegra dæmisagna. Hvað hét Grikki þessi?

3.   Í dæmisögu, sem gjarnan er kennd við Grikkjann fyrrnefnda, þar segir frá því að fjall eitt „tók jóðsótt“ — það er, það fékk hríðir eins og barnshafandi konur fá — en þá fæddist ... hvað?

4.   Náinn frændfugl álftar bjó um tíma á Tjörninni í Reykjavík. Það voru borgaryfirvöld í Hamborg sem gáfu Reykvíkingum nokkra fugla af þessari tegund. En þeim lynti illa við álftirnar sem fyrir fóru um Tjörnina og fækkaði smátt og smátt. Síðasti fuglinn af þessari tegund hvarf af Tjörninni 1977. Hvaða fuglar voru þetta?

5.   Í hvaða landi — sem reyndar er ekki til í raun og veru — heitir höfuðborgin King's Landing?

6.   Hvað heitir stærsta eyjan út af Reykjanesi?

7.   Hvaða skip voru kölluð U-bátar?

8.   Hvað hét forstjóri og eigandi WOW Air?

9.   Í hvaða landi er mest ræktað af kartöflum?

10.   Hvað heitir ferjan sem siglir milli Seyðisfjarðar og ýmissa hafna á Norðurlöndum?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan er sjálfstætt ríki eitt. Það er kennt við gamlan kóng. Hvað heitir ríkið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Forseti Bandaríkjanna.

2.   Esóp.

3.   Lítil mús.

4.   Hnúðsvanur.

Hnúðsvanir heita eftir myndarlegum hnúð milli augnanna.

5.   Westeros.

6.   Eldey.

7.   Þýskir kafbátar.

8.   Skúli Mogensen.

9.   Kína.

10.   Norræna.

***

Svör við aukaspurningum.

Sú fyrri um leikkonuna:

Blómasölustúlkan og Chapliní mynd frá 1931.

Það er Charlie Chaplin sem er með Cherrill á myndinni, sem er úr bíó-mynd hans, Borgarljós eða City Lights.

Salómonseyjareru samtals eins og einn fjórði hluti Íslands en þar búa 670 þúsund manns.

Og ríkið á neðri myndinni heitir Salómons-eyjar og er í Kyrrahafinu.

***

Og hér er hlekkurinn á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár