Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?

347. spurningaþraut: Í hvaða landi er ræktað mest af kartöflum?

Hérna er hann, hlekkurinn á þrautina síðan í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá leikkonuna Virginiu Cherrill. Hver er með henni á myndinni, þó hann eða hún sjáist ekki á þessu skjáskoti?

***

Aðalspurningar:

1.   Þegar tiltekin persóna ferðast um í flugvél er sú flugvél kölluð Air Force One. Hver er þessi persóna?

2.   Grikki nokkur sem uppi var rúmlega 500 árum fyrir Krists burð er frægur fyrir safn skemmtilegra dæmisagna. Hvað hét Grikki þessi?

3.   Í dæmisögu, sem gjarnan er kennd við Grikkjann fyrrnefnda, þar segir frá því að fjall eitt „tók jóðsótt“ — það er, það fékk hríðir eins og barnshafandi konur fá — en þá fæddist ... hvað?

4.   Náinn frændfugl álftar bjó um tíma á Tjörninni í Reykjavík. Það voru borgaryfirvöld í Hamborg sem gáfu Reykvíkingum nokkra fugla af þessari tegund. En þeim lynti illa við álftirnar sem fyrir fóru um Tjörnina og fækkaði smátt og smátt. Síðasti fuglinn af þessari tegund hvarf af Tjörninni 1977. Hvaða fuglar voru þetta?

5.   Í hvaða landi — sem reyndar er ekki til í raun og veru — heitir höfuðborgin King's Landing?

6.   Hvað heitir stærsta eyjan út af Reykjanesi?

7.   Hvaða skip voru kölluð U-bátar?

8.   Hvað hét forstjóri og eigandi WOW Air?

9.   Í hvaða landi er mest ræktað af kartöflum?

10.   Hvað heitir ferjan sem siglir milli Seyðisfjarðar og ýmissa hafna á Norðurlöndum?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan er sjálfstætt ríki eitt. Það er kennt við gamlan kóng. Hvað heitir ríkið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Forseti Bandaríkjanna.

2.   Esóp.

3.   Lítil mús.

4.   Hnúðsvanur.

Hnúðsvanir heita eftir myndarlegum hnúð milli augnanna.

5.   Westeros.

6.   Eldey.

7.   Þýskir kafbátar.

8.   Skúli Mogensen.

9.   Kína.

10.   Norræna.

***

Svör við aukaspurningum.

Sú fyrri um leikkonuna:

Blómasölustúlkan og Chapliní mynd frá 1931.

Það er Charlie Chaplin sem er með Cherrill á myndinni, sem er úr bíó-mynd hans, Borgarljós eða City Lights.

Salómonseyjareru samtals eins og einn fjórði hluti Íslands en þar búa 670 þúsund manns.

Og ríkið á neðri myndinni heitir Salómons-eyjar og er í Kyrrahafinu.

***

Og hér er hlekkurinn á þrautina síðan í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár