Í júnímánuði 2011 bárust íslenskum stjórnvöldum váleg tíðindi yfir hafið frá Bandaríkjunum. Yfirvofandi væri stórhættuleg tölvuárás á stofnanir og ráðuneyti hér á landi. Boðberinn var FBI sem bauð fram aðstoð sína til að stöðva harðsvíraðan hóp tölvuhakkara, fremsta á sínu sviði í heiminum, með sterk tengsl við Anonymous. Ítarleg rannsókn Stundarinnar sem byggir á viðtölum og gögnum sem aldei hafa komið fyrir augu almennings sýnir fram á að boð FBI var blekking til þess að framkalla aðstöðu á Íslandi til að koma böndum á uppljóstrarasamtökin Wikileaks og stofnandann Julian Assange.
Allt hófst þetta með því að FBI bauð fram þekkingu sína til að stöðva allsherjaráhlaup á innviði landsins. Engin stór tölvuárás átti sér stað á tölvur hins opinbera. Stundin hefur undir höndum gögn sem sýna að ein minni árás var gerð dagana á undan á tölvuþjóna sem þjónuðustu ríkisstofnanir og átti sér stað undir vökulum augum FBI, án inngripa og …
Athugasemdir