Kópavogur er það sem öll listaverk myndlistarmannanna fjögurra eiga sameiginlegt á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni, en það eru þau Eirún Sigurðardóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason og Unnar Örn Auðarson. Brynja Sveinsdóttir og Klara Þórhallsdóttir eru sýningarstjórar. Sýningin þykir vitna um háleitar áætlanir í bænum á stórum og smáum skala, svo sem einstaklinga sem byggðu sér heimili úr niðurníddum kofa, ung pör sem reistu fjölbýli sem og samtök íbúa sem létu til sín taka í málefnum bæjarfélagsins og til dæmis um það hvernig landsvæðið er hráefni til breytinga og uppbyggingar en á kostnað þess sem var. Þess má geta að fólk getur hlustað á myndlistarmennina lýsa verkum sínum í gegnum hlaðvarp sem Gerðarsafn býður gestum sýningarinnar upp á og þarf að verða sér úti um kóða. Þetta getur fólk jafnvel gert heima hjá sér.
Mynstrin
„Þessi sýning er tengd Kópavogi á mismunandi vegu og myndlistarmennirnir fjórir tengja sig við bæinn, …
Athugasemdir