Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nú skal ég segja þér leyndarmál

Guð­rún Hann­es­dótt­ir skáld, mynd­list­ar­kona og hand­hafi ís­lensku þýð­ing­ar­verð­laun­anna byrj­aði ekki að skrifa fyrr en rétti tím­inn var kom­inn og hún fann að nú væri hún til­bú­in. Hún ræð­ir upp­vöxt­inn, ást, trú og list­ina, allt það sem skipt­ir máli í líf­inu, það þeg­ar hún reyndi að setja Rauð­hettu á svið með rauðri tösku í að­al­hlut­verki og komst að þeirri nið­ur­stöðu að sól­skin­ið lykt­ar af vanillu.

Nú skal ég segja þér leyndarmál

Standi ég á miðri nútímastundu á umferðareyju umkringd háhýsum og blokkum og teppalögðum bílum og byrja að fyllast kvíðanum, sem skáldkonur allra landa lýsa einna best, fer ég oft með ljóð: 

„svífur sælli en áður“
fjöður
í hvítalogni
himinninn 
undir og ofaná 

Eftir skáldið Guðrúnu Hannesdóttur, úr bók hennar þessa heims [2018]. Í bókinni stígur náðin niður til jarðar, vindhárin titra, burkninn sér mann og þekkir með nafni, berin ganga aftur, svo nokkur fá undur séu nefnd.

Fyrsta ljóðabók Guðrúnar, Fléttur, kom út árið 2007 og sú áttunda, Spegilsjónir, í haust hjá Partus forlagi. Áður hafði hún gefið út, skrifað og myndskreytt bækur fyrir börn og þýtt skáldsögur. 

Ljóð Guðrúnar eru kynngimögnuð, orðaforðinn víðfeðminn – úr öllum heimum – litakassinn fæst ekki í venjulegri búð. Þau hverfa frá smæstu sýnum, örlitlum og stórum jarðar- og jaðarbrotum til óravíddanna í algeiminum; með íslenskuna eða íslenskunni málar hún syngur, yrkir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár